Auka þurfi eftirlit með laxeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2019 19:30 Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi. Fiskeldi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi.
Fiskeldi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira