Umfjöllun og viðtöl: Valur 96-87 Þór Þ. | Góður sigur Vals í lokaleiknum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 14. mars 2019 21:30 vísir/bára Valsmenn unnu í kvöld góðan sigur á Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð Domino’s deildar karla en leikurinn fór fram í Origo-höllinni. Leiknum lauk 96-87 og með sigrinum fóru Valsmenn upp í 9.sætið. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Valsmenn vildu enda tímabilið á sigri og ekki fara í sumarfrí með tap á bakinu. Þeir náðu fljótt góðri forystu og komust með annars 23-10 yfir. Þórsarar enduðu þó fyrsta leikhluta á fínum kafla og voru aðeins 6 stigum á eftir þeim eftir fyrsta leikhluta. Sama var uppá tengingnum í öðrum leikhluta, Valur að stjórna ferðinni og Þórsarar að elta. Gestirnir voru í miklum villuvandræðum og Kinu Rochford var kominn með 4 villur eftir aðeins um 15 mínútna leik. Valur leiddi í hálfleik með 12 stigum. Bæði lið voru ekki að bjóða upp á grimma vörn í þriðja leikhluta og það var mikið skorað í seinni hluta hans. Valur hélt áfram að leiða og í hvert sinn sem Þórsarar reyndu að koma með áhlaup þá svöruðu heimamenn. Áfram 12 stiga munur þegar þrír leikhlutar voru búnir. Það var svo aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda en Nick Tomsick var einn í liði Þórs að reyna draga vagninn fyrir þá en hann gat því miður ekki jafnað leikinn einn síns liðs. Þeir minnkuðu muninn mest í 7 stigum áður en Valur skoraði síðustu stig leiksins. Lokatölur 96-87 fyrir Val. Af hverju vann Valur? Í kvöld vildu þeir þetta meira. Þeir voru grimmir undir körfunni og Þórsarar réðu ekkert við Ragga Nat sem var frábær í kvöld. Valsmenn ætluðu sér að vinna í síðasta leik og það gerðu þeir. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna var fyrrnefndur Raggi Nat stigahæstur með 23 stig og hann bætti við 11 fráköstum! Tvöföld tvenna og ekki slæmur endir á tímabilinu. Næstur honum kom Nicholas Schlitzer með 21 stig og 6 fráköst. Hjá gestunum var Nick Tomsick frábær þá sérstaklega í síðari hálfleik en hann skoraði 37 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Jaka Brodnik kom næstur með 17 stig og 11 fráköst. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs var alls ekki nógu góður, í fyrri hálfleik réðu þeir ekkert við Ragga undir körfunni og í síðari hálfleik vantaði grimmd í þá eins og þeir væru að passa sig að fá ekki villu. Kinu Rochford átti ekki góðan leik en hann spilaði aðeins rétt rúmar 22 mínútur en hann fór útaf með 5 villur. Hvað gerist næst? Valsmenn eru komnir í sumarfrí því miður en Þórsarar mæta Tindastól í 8 liða úrslitum í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku. Vonandi að það verði skemmtilegt einvígi. Baldur: Dómarar gera mistök eins og aðrir Baldur Ragnarsson þjálfari Þórs var ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Val í kvöld. Hann sagði að Valsliðið hefði einfaldlega verið betri aðilinn. „Valsmenn voru bara betri en við í dag. Ekkert flóknara en það. Þeir voru betri en við á báðum endum vallarins og við vorum í miklum vandræðum með Ragga Nat sérstaklega og hann fór illa með okkur í dag.” Hann var mjög ósáttur með tap í kvöld enda síðasti leikur í deild og síðasti leikur fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. „Ég vil aldrei tapa og það er aldrei gaman að tapa og það er bara eins og það er. Við getum spilað betur en þetta og við ætlum okkur að gera það.” Dómgæslan hallaði á Þórsara í fyrri hálfleik en þeir fengu 14 villur á móti 4. Baldur vildi lítið tjá sig um það en hann sagði að dómgæslan væri oft misjöfn og dómarar gera mistök alveg eins og leikmenn og þjálfarar. Hann sagði að lokum að hann væri mjög spenntur fyrir að mæta Tindastól í 8 liða úrslitum í úrslitakeppninni og þeir ætli að koma á óvart og slá þá út. „Þetta leggst mjög vel í mig, það er alltaf gaman að koma norður og spila við Stólana. Við erum búnir að spila hörkuleiki við þá í vetur og það verður gaman að takast á við þá. Við ætlum okkur að slá þá út,” sagði Baldur að lokum. Ágúst: Nokkuð ánægður með veturinn Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var sáttur með sigur liðsins á Þór í kvöld en með sigri náðu Valsmenn að fara uppfyrir Hauka og enda í 9.sæti. „Miklu skemmtilegra að fara í sumarfrí með sigur heldur en tap. Hækkum okkur upp um eitt sæti og erum einum sigri frá sæti í úrslitakeppni. Auðvitað er það svekkjandi en miðað við þróunina á tímabilinu þá er ég bara stoltur af mínu liði.” „Við erum ennþá að festa okkur í sessi í efstu deild og við erum að ná því. Okkur langar í úrslitakeppnina en miðað við öll áföllin í vetur þá er ég bara nokkuð ánægður með veturinn.” Hann sagði að það mætti klárlega segja að þetta tímabil væri lærdómsríkt og að sjálfsögðu væri stefnt að því að gera betur að ári. „Auðvitað stefnum við alltaf á úrslitakeppnina en við vorum að tala um það eftir síðasta leik sem fór mjög illa að þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta meiri árangur en í fyrra þrátt fyrir hversu vel gekk í fyrra, engin áföll og góð stemning í hópnum.” „Fleiri áföll í ár og töpum leikjum stærra en við erum einum leik frá úrslitakeppni og það er jákvætt skref,” sagði Ágúst að lokum. Dominos-deild karla
Valsmenn unnu í kvöld góðan sigur á Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð Domino’s deildar karla en leikurinn fór fram í Origo-höllinni. Leiknum lauk 96-87 og með sigrinum fóru Valsmenn upp í 9.sætið. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Valsmenn vildu enda tímabilið á sigri og ekki fara í sumarfrí með tap á bakinu. Þeir náðu fljótt góðri forystu og komust með annars 23-10 yfir. Þórsarar enduðu þó fyrsta leikhluta á fínum kafla og voru aðeins 6 stigum á eftir þeim eftir fyrsta leikhluta. Sama var uppá tengingnum í öðrum leikhluta, Valur að stjórna ferðinni og Þórsarar að elta. Gestirnir voru í miklum villuvandræðum og Kinu Rochford var kominn með 4 villur eftir aðeins um 15 mínútna leik. Valur leiddi í hálfleik með 12 stigum. Bæði lið voru ekki að bjóða upp á grimma vörn í þriðja leikhluta og það var mikið skorað í seinni hluta hans. Valur hélt áfram að leiða og í hvert sinn sem Þórsarar reyndu að koma með áhlaup þá svöruðu heimamenn. Áfram 12 stiga munur þegar þrír leikhlutar voru búnir. Það var svo aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda en Nick Tomsick var einn í liði Þórs að reyna draga vagninn fyrir þá en hann gat því miður ekki jafnað leikinn einn síns liðs. Þeir minnkuðu muninn mest í 7 stigum áður en Valur skoraði síðustu stig leiksins. Lokatölur 96-87 fyrir Val. Af hverju vann Valur? Í kvöld vildu þeir þetta meira. Þeir voru grimmir undir körfunni og Þórsarar réðu ekkert við Ragga Nat sem var frábær í kvöld. Valsmenn ætluðu sér að vinna í síðasta leik og það gerðu þeir. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heimamanna var fyrrnefndur Raggi Nat stigahæstur með 23 stig og hann bætti við 11 fráköstum! Tvöföld tvenna og ekki slæmur endir á tímabilinu. Næstur honum kom Nicholas Schlitzer með 21 stig og 6 fráköst. Hjá gestunum var Nick Tomsick frábær þá sérstaklega í síðari hálfleik en hann skoraði 37 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Jaka Brodnik kom næstur með 17 stig og 11 fráköst. Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs var alls ekki nógu góður, í fyrri hálfleik réðu þeir ekkert við Ragga undir körfunni og í síðari hálfleik vantaði grimmd í þá eins og þeir væru að passa sig að fá ekki villu. Kinu Rochford átti ekki góðan leik en hann spilaði aðeins rétt rúmar 22 mínútur en hann fór útaf með 5 villur. Hvað gerist næst? Valsmenn eru komnir í sumarfrí því miður en Þórsarar mæta Tindastól í 8 liða úrslitum í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku. Vonandi að það verði skemmtilegt einvígi. Baldur: Dómarar gera mistök eins og aðrir Baldur Ragnarsson þjálfari Þórs var ekki sáttur eftir tap sinna manna gegn Val í kvöld. Hann sagði að Valsliðið hefði einfaldlega verið betri aðilinn. „Valsmenn voru bara betri en við í dag. Ekkert flóknara en það. Þeir voru betri en við á báðum endum vallarins og við vorum í miklum vandræðum með Ragga Nat sérstaklega og hann fór illa með okkur í dag.” Hann var mjög ósáttur með tap í kvöld enda síðasti leikur í deild og síðasti leikur fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku. „Ég vil aldrei tapa og það er aldrei gaman að tapa og það er bara eins og það er. Við getum spilað betur en þetta og við ætlum okkur að gera það.” Dómgæslan hallaði á Þórsara í fyrri hálfleik en þeir fengu 14 villur á móti 4. Baldur vildi lítið tjá sig um það en hann sagði að dómgæslan væri oft misjöfn og dómarar gera mistök alveg eins og leikmenn og þjálfarar. Hann sagði að lokum að hann væri mjög spenntur fyrir að mæta Tindastól í 8 liða úrslitum í úrslitakeppninni og þeir ætli að koma á óvart og slá þá út. „Þetta leggst mjög vel í mig, það er alltaf gaman að koma norður og spila við Stólana. Við erum búnir að spila hörkuleiki við þá í vetur og það verður gaman að takast á við þá. Við ætlum okkur að slá þá út,” sagði Baldur að lokum. Ágúst: Nokkuð ánægður með veturinn Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var sáttur með sigur liðsins á Þór í kvöld en með sigri náðu Valsmenn að fara uppfyrir Hauka og enda í 9.sæti. „Miklu skemmtilegra að fara í sumarfrí með sigur heldur en tap. Hækkum okkur upp um eitt sæti og erum einum sigri frá sæti í úrslitakeppni. Auðvitað er það svekkjandi en miðað við þróunina á tímabilinu þá er ég bara stoltur af mínu liði.” „Við erum ennþá að festa okkur í sessi í efstu deild og við erum að ná því. Okkur langar í úrslitakeppnina en miðað við öll áföllin í vetur þá er ég bara nokkuð ánægður með veturinn.” Hann sagði að það mætti klárlega segja að þetta tímabil væri lærdómsríkt og að sjálfsögðu væri stefnt að því að gera betur að ári. „Auðvitað stefnum við alltaf á úrslitakeppnina en við vorum að tala um það eftir síðasta leik sem fór mjög illa að þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta meiri árangur en í fyrra þrátt fyrir hversu vel gekk í fyrra, engin áföll og góð stemning í hópnum.” „Fleiri áföll í ár og töpum leikjum stærra en við erum einum leik frá úrslitakeppni og það er jákvætt skref,” sagði Ágúst að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum