Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 13:40 Kolbeinn Sigþórsson. Getty/Jean Catuffe Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason eru þessir framherjar en bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru líka skráðir sem framlínumenn í hópnum. Annar þessara hreinræktuðu framherja, Alfreð Finnbogason, hefur verið meiddur að undanförnu. Hamren segir að Alfreð hafi æft mikið og vonandi spilar hann með Augsburg um helgina.Erik Hamren er ánægður með stöðuna á Alfreð Finnbogasyni og vonar að hann spili með Augsburg um helgina.#fyririslandpic.twitter.com/LB0jNw2sXf — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Gylfi Þór Sigurðsson er líka möguleiki í framlínunni. „Þetta er ekki áhætta,“ segir Hamren um að velja ekki fleiri hreinræktaða framherja í hópinn að þessu sinni. Ef að Alfreð eða einhver annar þarf að draga sig úr hópnum eftir leiki helgarinnar þá segir Hamrén að hann þurfi að taka á því eftir helgina. Erik Hamrén hefur verið í sambandi við Kolbein Sigþórsson sem losnaði á dögunum frá franska liðinu Nantes en er enn án félaga þar sem það var löngu búið að loka glugganum. „Kolbeinn er ekki tilbúinn fyrir þetta verkefnið. Það var von Hamren að hann yrði klár en þannig er það ekki. „Ég vona að hann verði klár í júní, en við vitum ekki hvað tekur við hjá honum. Ég er vongóður um að eitthvað gott muni gerast hjá honum,“ segir Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason eru þessir framherjar en bæði Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru líka skráðir sem framlínumenn í hópnum. Annar þessara hreinræktuðu framherja, Alfreð Finnbogason, hefur verið meiddur að undanförnu. Hamren segir að Alfreð hafi æft mikið og vonandi spilar hann með Augsburg um helgina.Erik Hamren er ánægður með stöðuna á Alfreð Finnbogasyni og vonar að hann spili með Augsburg um helgina.#fyririslandpic.twitter.com/LB0jNw2sXf — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Gylfi Þór Sigurðsson er líka möguleiki í framlínunni. „Þetta er ekki áhætta,“ segir Hamren um að velja ekki fleiri hreinræktaða framherja í hópinn að þessu sinni. Ef að Alfreð eða einhver annar þarf að draga sig úr hópnum eftir leiki helgarinnar þá segir Hamrén að hann þurfi að taka á því eftir helgina. Erik Hamrén hefur verið í sambandi við Kolbein Sigþórsson sem losnaði á dögunum frá franska liðinu Nantes en er enn án félaga þar sem það var löngu búið að loka glugganum. „Kolbeinn er ekki tilbúinn fyrir þetta verkefnið. Það var von Hamren að hann yrði klár en þannig er það ekki. „Ég vona að hann verði klár í júní, en við vitum ekki hvað tekur við hjá honum. Ég er vongóður um að eitthvað gott muni gerast hjá honum,“ segir Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira