Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson aðstoðarðþjálfari, tilkynntu í dag landsliðshópinn sinn fyrir leikina tvo en eins og gefur að skilja er gríðarlega mikið í húfi strax frá fyrsta leik.
Ísland er í sterkum riðli en auk Frakklands og Andorra eru Tyrkland, Moldóva og Albanía í H-riðli undankeppninnar. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM 2020.
Það má horfa á fundinn hér fyrir neðan en bein textalýsing blaðamanns er neðar í fréttinni.