Virkni og valdefling frá vöggu til grafar Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 13. mars 2019 22:20 Menntun okkar hefst við fæðingu og lýkur ekki fyrr en við ævilok. Margir verða e.t.v. hvumsa þegar þeir verða þess varir að Menntavísindasvið Háskóla Íslands beinir sjónum sínum ekki bara að æskunni og menntun hennar. En starfsemi sviðsins teygir sig til allra aldursskeiða og þann 8. mars var velferð, virkni og lífsgæði eldri borgara í kastljósi á hinum árlega Tómstundadegi Menntavísindasviðs. Hvað er það sem skiptir í raun máli í lífinu, skiptir okkur öll máli? Það er virði manneskjunnar sjálfrar, óháð aldri. Heilsa, lífsgæði og virk þátttaka okkar allra skiptir máli. Tómstundafræðin stendur fyrir heildstæða sýn á menntun og þroskaferil manneskjunnar, og leggur áherslu á virka þátttöku hvers einstaklings. Þessi sýn endurspeglast raunar í öllu námi sem er í boði á Menntavísindasviði. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám, fjölbreyttar námsleiðir, og nám fyrir fólk með þroskahömlun. Algengt er að hingað sæki starfandi fagstéttir í námsleyfum og nemendahópurinn samstendur því af ungum og eldri, fólki að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu sem og reynsluboltum með áratuga starfsreynslu.Ómetanlegt framlag eldri borgara Það er mikilvægt að trúa ekki í blindni staðalmyndum um ákveðna hópa, eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur heldur margbreytilegur, með ólík áhugamál, þarfir og langanir. Við erum öll, hvað sem aldri líður, samverur á þessari jörð, í þessum heimi. Líf okkar er samofið lífi annarra, athafnir okkar hafa áhrif á aðra og við höfum öll ríka þörf fyrir að skipta máli. Rannsóknir okkar fræðafólks á Menntavísindasviði hafa dregið fram hið gríðarmikla framlag sem fólk á þriðja æviskeiðinu leggur til sinna nánustu og samfélagsins í heild. Þau passa börn, skutla í tómstundir, aðstoða við heimalærdóm, hjálpa til við heimilishald, bjóða í mat, veita fjárhagstuðning, tilfinningalegan stuðning, eru til staðar fyrir fjölskyldur sínar, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Félagsleg virkni á efri árum skiptir miklu máli og styður við heilbrigði og vellíðan. Félagsmiðstöðvar víða um land bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf og tómstundatilboð sem enginn ætti að hika við að nýta sér. Þá er fátt betra en útivist og hreyfing í góðra vina hópi, og það gildir auðvitað um okkur öll óháð aldri. Svo lengi lærir sem lifir. Nýlega kynntist ég félagsskap sem nefnist Háskóli þriðja æviskeiðsins. Það er alþjóðlegt fyrirbæri sem er nú að finna á Íslandi, samtök fólks sem hefur látið af störfum en vill sækja fræðslu, þekkingu og frekari menntun með því að skipuleggja fyrirlestra, fræðslukvöld og aðra viðburði. Heiti félagsins felur ekki í sér að félagsmenn skuli vera með háskólamenntun að baki, allir eru velkomnir sem vilja bæta við sig þekkingu. Fólk á þriðja æviskeiðinu býr yfir dýrmætri innsýn og reynslu sem er samfélaginu ómetanlegt.Blómi vorsins eða fölvaskrúði haustsins Það er umhugsunarvert hve oft hinu svokallaða þriðja æviskeiði er stillt upp sem andstæðu fyrsta æviskeiðsins, æskunnar, eins og ekki sé um eina samofna þroskabraut að ræða. Sigurður Nordal lýsir þessu vel í einum fyrirlestri sínum: „Æskan og fjölbreytni hennar er svo dásamleg, að það er von til að menn séu tregir að sleppa henni. En einmitt vegna þess að þeir dýrka æskuna of mikið, halda í hana dauðahaldi, leggja þeir minni rækt en skyldi við að skipta lífinu eðlilega milli þroskaskeiðanna, og læra að eldast. Því það er líka list, og mikil list. Ég þarf aldrei meira en að heyra menn tala um bernsku sína, skólaár sín, stúdentsár, sem besta part ævinnar til þess að vita, að líf þeirra hefur farið í handaskolum. Og þá vil ég heldur hlusta á Rabbi Ben Esra hjá Browning, þó að hann kunni að taka nokkuð djúpt í árinni, þegar hann segir: Grow old along with me, the best is yet to be: The last of life, for which the first was made … Hver aldur ætti auðvitað að eiga sér sín gæði, sem erfitt væri að bera saman og meta, eins og erfitt er að segja, hvort maður kýs fremur blóma vorsins eða ávöxtu og fölvaskrúða haustsins.“ Mikilvægt er að leggja góðan grunn að þriðja æviskeiðinu með því að leggja rækt við líf sitt utan vinnustaðar, eiga sér áhugamál og tómstundir. Ömmur og afar, og aðrir eldri borgarar, eru allskonar og gera margt. Þau eru oft upptekið fólk, þau ferðast um heiminn, skrifa bækur, spila golf, hitta vinina, fara í sund, búa til listaverk, eru uppí sumarbústað, sækja ráðstefnur. Það er ástæða til að hlakka til að verða eldri borgari.Höfundur er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun okkar hefst við fæðingu og lýkur ekki fyrr en við ævilok. Margir verða e.t.v. hvumsa þegar þeir verða þess varir að Menntavísindasvið Háskóla Íslands beinir sjónum sínum ekki bara að æskunni og menntun hennar. En starfsemi sviðsins teygir sig til allra aldursskeiða og þann 8. mars var velferð, virkni og lífsgæði eldri borgara í kastljósi á hinum árlega Tómstundadegi Menntavísindasviðs. Hvað er það sem skiptir í raun máli í lífinu, skiptir okkur öll máli? Það er virði manneskjunnar sjálfrar, óháð aldri. Heilsa, lífsgæði og virk þátttaka okkar allra skiptir máli. Tómstundafræðin stendur fyrir heildstæða sýn á menntun og þroskaferil manneskjunnar, og leggur áherslu á virka þátttöku hvers einstaklings. Þessi sýn endurspeglast raunar í öllu námi sem er í boði á Menntavísindasviði. Við bjóðum upp á sveigjanlegt nám, fjölbreyttar námsleiðir, og nám fyrir fólk með þroskahömlun. Algengt er að hingað sæki starfandi fagstéttir í námsleyfum og nemendahópurinn samstendur því af ungum og eldri, fólki að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu sem og reynsluboltum með áratuga starfsreynslu.Ómetanlegt framlag eldri borgara Það er mikilvægt að trúa ekki í blindni staðalmyndum um ákveðna hópa, eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur heldur margbreytilegur, með ólík áhugamál, þarfir og langanir. Við erum öll, hvað sem aldri líður, samverur á þessari jörð, í þessum heimi. Líf okkar er samofið lífi annarra, athafnir okkar hafa áhrif á aðra og við höfum öll ríka þörf fyrir að skipta máli. Rannsóknir okkar fræðafólks á Menntavísindasviði hafa dregið fram hið gríðarmikla framlag sem fólk á þriðja æviskeiðinu leggur til sinna nánustu og samfélagsins í heild. Þau passa börn, skutla í tómstundir, aðstoða við heimalærdóm, hjálpa til við heimilishald, bjóða í mat, veita fjárhagstuðning, tilfinningalegan stuðning, eru til staðar fyrir fjölskyldur sínar, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Félagsleg virkni á efri árum skiptir miklu máli og styður við heilbrigði og vellíðan. Félagsmiðstöðvar víða um land bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf og tómstundatilboð sem enginn ætti að hika við að nýta sér. Þá er fátt betra en útivist og hreyfing í góðra vina hópi, og það gildir auðvitað um okkur öll óháð aldri. Svo lengi lærir sem lifir. Nýlega kynntist ég félagsskap sem nefnist Háskóli þriðja æviskeiðsins. Það er alþjóðlegt fyrirbæri sem er nú að finna á Íslandi, samtök fólks sem hefur látið af störfum en vill sækja fræðslu, þekkingu og frekari menntun með því að skipuleggja fyrirlestra, fræðslukvöld og aðra viðburði. Heiti félagsins felur ekki í sér að félagsmenn skuli vera með háskólamenntun að baki, allir eru velkomnir sem vilja bæta við sig þekkingu. Fólk á þriðja æviskeiðinu býr yfir dýrmætri innsýn og reynslu sem er samfélaginu ómetanlegt.Blómi vorsins eða fölvaskrúði haustsins Það er umhugsunarvert hve oft hinu svokallaða þriðja æviskeiði er stillt upp sem andstæðu fyrsta æviskeiðsins, æskunnar, eins og ekki sé um eina samofna þroskabraut að ræða. Sigurður Nordal lýsir þessu vel í einum fyrirlestri sínum: „Æskan og fjölbreytni hennar er svo dásamleg, að það er von til að menn séu tregir að sleppa henni. En einmitt vegna þess að þeir dýrka æskuna of mikið, halda í hana dauðahaldi, leggja þeir minni rækt en skyldi við að skipta lífinu eðlilega milli þroskaskeiðanna, og læra að eldast. Því það er líka list, og mikil list. Ég þarf aldrei meira en að heyra menn tala um bernsku sína, skólaár sín, stúdentsár, sem besta part ævinnar til þess að vita, að líf þeirra hefur farið í handaskolum. Og þá vil ég heldur hlusta á Rabbi Ben Esra hjá Browning, þó að hann kunni að taka nokkuð djúpt í árinni, þegar hann segir: Grow old along with me, the best is yet to be: The last of life, for which the first was made … Hver aldur ætti auðvitað að eiga sér sín gæði, sem erfitt væri að bera saman og meta, eins og erfitt er að segja, hvort maður kýs fremur blóma vorsins eða ávöxtu og fölvaskrúða haustsins.“ Mikilvægt er að leggja góðan grunn að þriðja æviskeiðinu með því að leggja rækt við líf sitt utan vinnustaðar, eiga sér áhugamál og tómstundir. Ömmur og afar, og aðrir eldri borgarar, eru allskonar og gera margt. Þau eru oft upptekið fólk, þau ferðast um heiminn, skrifa bækur, spila golf, hitta vinina, fara í sund, búa til listaverk, eru uppí sumarbústað, sækja ráðstefnur. Það er ástæða til að hlakka til að verða eldri borgari.Höfundur er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun