Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2019 16:05 Sigríður er farin. Ekkert tímabundið við það að sögn prófessorsins. Ekki í sjálfu sér. Ekki stjórnsýslulega. Komi hún aftur er það sjálfstæð ákvörðun. visir/vilhelm Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55