Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 12:37 Barnier, aðalsamningamaður ESB, ávarpaði Evrópuþingið um stöðu Brexit í dag. Vísir/EPA Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44