Ronaldo hlýtur að vera hataður af stuðningsmönnum Atlético Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:00 Cristiano Ronaldo fagnar í gær. Getty/ Etsuo Hara Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Atlético Madrid datt í gær út úr Meistaradeildinni eftir 3-0 tap á útivelli á móti ítalska félaginu Juventus. Þetta í fimmta sinn á sex árum sem liðið dettur út á móti liðinu hans Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gerði meira en að spila leikinn í gær því hann skoraði öll þrjú mörk Juventus og sá því til þess að liðið vann upp 2-0 forystu Atlético frá því í fyrri leiknum. Það var ótrúlegt að fylgjast með kappanum í leiknum en hann skoraði fyrst tvö öflug skallamörk og tryggði síðan sigurinn með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á af hverju stuðningsmenn Atlético Madrid hljóta að hata Cristiano Ronaldo.Últimas 5 eliminaciones del Atlético de Madrid en Fase KO de Champions League: > 2013-14: final contra Cristiano > 2014-15: cuartos de final contra Cristiano > 2015-16: final contra Cristiano > 2016-17: semifinales contra Cristiano > 2018-19: octavos contra Cristiano — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 12, 2019Spænsku blaðamennirnir fengu ekki mikið frá Cristiano Ronaldo í blaðamannaherberginu eftir fyrri leikinn á Wanda Metropolitano en Ronaldo lá þá smá við höggi eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrstu sex Meistaradeildarleikjum sínum með Juventus. Juventus skoraði líka ekki í Madrid og var því 2-0 undir í einvíginu. Blaðamennirnir gátu hins vegar búist við því að fimmfaldur meistari myndi mæta til leiks af fullum krafti þegar allt var undir í seinni leiknum. Það varð líka raunin. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í riðlakeppninni. Eina skiptið á síðustu sex tímabilum þar sem Atlético datt ekki út á móti liði með Cristiano Ronaldo innanborðs var í fyrra þegar Atlético sat eftir í riðlakeppninni en Roma og Chelsea fóru áfram upp úr riðlinum. Öll hin árin hafa örlög Atlético hins vegar ráðist um leið og félagið drógst á móti liði Cristiano Ronaldo. Hann fór ekki aðeins illa með liðið í Meistaradeildinni heldur raðaði hann einnig inn mörkum gegn þeim í spænsku deildinni. Þetta var líka í annað skiptið á þremur árum sem þrenna Cristiano Ronaldo ræður úrslitum í einvíginu. Fyrir tveimur árum skoraði hann hana reyndar í fyrri leiknum.Skipti sem Cristiano Ronaldo hefur endað Meistaradeildarævintýri Atlético:Í úrslitaleiknum 2014 Real Madrid vann 4-1 sigur og skoraði Ronaldo eitt markannaÍ átta liða úrslitunum 2015 Real Madrid vann 1-0 samanlagt en Javier Hernández skoraði eina markið eftir stoðsendingu frá Ronaldo.Í úrslitaleiknum 2016 Real Madrid vann 5-3 í vítakeppni og skoraði Ronaldo úr síðustu spyrnunniÍ undanúrslitum 2017 Real Madrid vann 4-2 samanlagt en Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri í fyrri leiknum í Madrid.Í sextán liða úrslitum 2019 Juventus vann 3-2 samanlagt og skoraði Ronaldo þrennu í 3-0 sigri í seinni leiknum í Torínó.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira