Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 08:49 Andstæðingur Brexit mótmælir við breska þinghúsið. Breska þjóðin er klofin í tvær svipað stórar fylkingar í afstöðunni til útgöngunnar. Vísir/EPA Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47
Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55