Íslenskar melónur ræktaðar í Garðyrkjuskólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2019 19:21 Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur Garðyrkja Ölfus Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ræktun á melónum gæti verið spennandi kostur fyrir íslenska garðyrkjubændur en ræktun á melónum er nú hafi í tilraunaskyni í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Melónurnar þykja einstaklega góðar á bragðið. Í einum ræktunarklefa í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans er verið að prófa sig áfram með ræktun á melónum. Árangurinn er góður, margar melónur á hverri plöntu en þær eru þó ekki nærri því eins stórar eins og við sjáum á erlendum melónum í verslunum. „Við erum náttúrulega að kenna nemendum okkar að rækta allskonar þannig að það kom upp sú hugmynd að við prófuðum okkur áfram með ræktun á melónum þannig að við gætum allavega sagt að við hefðum ræktað þær“, segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Þær eru ræktaðar svolítið svipað og gúrkur enda eru þetta náskyldar plöntur. Þær eru settar í potta og svo klifra þær upp eftir þráðum alveg upp í topp og svo koma þessar gullfallegu melónur“, bætir Guðríður við. Melónurnar eru mjög fljótsprottnar en það eru ekki nema 10 vikur frá því að þær voru fræ. Guðríður gerir mikið af því að þefa af melónunum á plöntunum en með því er hún að athuga hvort þær séu nægilega þroskaðar en þá er sérstök lykt af þeim. Guðríður segir að bragðið af Garðyrkjuskóla melónunum sé einstakt. „Þetta er náttúrulega bara algjör lúxus, að geta farið og týnt melónu beint af plöntunni, skera hana niður og borða hana beint. Ef maður á að bera þetta saman við bíla þá er eins og að fá Rolls-Royce þegar manni hefur bara verið boðið Trabant fram að þessu“, segir Guðríður. Það eru ekki bara ræktaðar melónur í Garðyrkjuskólanum því það stendur mikið til á sumardaginn fyrsta, 25. apríl næstkomandi því þá verður haldið upp á 80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi. „Já, það verður opið hús hjá okkur á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, við segjum nú stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur garðyrkjunnar því það mæta allir“, segir Guðríður. Meðal heiðursgesta verður forseti Íslands og fjölskylda hans. Í dag eru um 60 nemendur í Garðyrkjuskólanum.Melónurnar sem ræktaðar eru í Garðyrkjuskólanum eru mjög fallegar og bragðgóðar.Magnús HlynurGuðríður í tilraunaklefanum þar sem melónurnar eru ræktaðar með góðum árangri í tilraunagróðurhúsinu.Magnús HlynurGuðríður vonast til að þeir gestir sem heimsæki Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta geti jafnvel fengið að smakka á melónunum.Magnús Hlynur
Garðyrkja Ölfus Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira