Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 19:45 Magnea Árnadóttir krafðist þess að önnur úttekt yrði gerð á skólanum SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12