Hvað er líkt með bankahruninu og falli WOW? Þórir Garðarsson skrifar 29. mars 2019 10:34 Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Tengdar fréttir Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30 Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum ekki að örvænta um samkeppni í flugsamgöngum þó WOW sé horfið á braut. Auk Icelandair fljúga 15 erlend flugfélög hingað að vetri til og 25 að sumri til. Mörg félaganna fljúga á sömu leiðum og Icelandair. Samkeppnin er því fyrir hendi, þó hún sé ekki sú sama og með WOW. Umhverfið í flugsamgöngum er gjörbreytt frá því fyrir 16 árum þegar Iceland Express hóf starfsemi og bauð lægri fargjöld en áður höfðu þekkst. Þá var engin samkeppni að heitið gæti í millilandaflugi. Aðeins Icelandair flaug til Norður-Ameríku. Núna sinna fimm flugfélög þeim markaði, voru sex með WOW. Fjöldi lágfargjaldafélaga flýgur hingað alls staðar að úr Evrópu.Þarf tvö íslensk félög í millilandaflugi? Margir velta vöngum yfir hvort þörf sé fyrir tvö íslensk flugfélög til að sinna flugi yfir hafið með tengiflugvöll í Keflavík. Íslenski markaðurinn sem slíkur rís klárlega ekki undir því. Eigandi WOW áttaði sig á því fljótt í upphafi rekstrarins að hann yrði að fara í mikla útrás á erlenda samkeppnismarkaði. Sem hann og gerði. Ísland var of lítið. Endalok þeirrar útrásar minna um margt á íslensku bankaútrásina. Litli íslenski markaðurinn nægði ekki stórhuga víkingum. Gleðin réði ríkjum um stund, enginn vildi vera leiðinlegur og spilla partíinu. Þetta gekk svo vel - á yfirborðinu. En í báðum tilfellum fóru menn undirfjármagnaðir í áhættusaman rekstur og því fór sem fór.Við erum í góðum málum Þrátt fyrir fall WOW eru Íslendingar og íslensk ferðaþjónusta í mjög góðum málum með flugsamgöngur til lengri tíma litið. Áhuginn á Íslandi erlendis er mikill og það skapar grundvöll fyrir erlend flugfélög til að stilla upp áætlunarferðum hingað, fyrst og fremst fyrir sitt heimafólk. Við Íslendingar njótum góðs af því í auknu úrvali áfangastaða og hagstæðum fargjöldum. Ávinningur ferðaþjónustunnar er mikill af því að stór erlend flugfélög setji Ísland á dagskrá og inn í sitt sölukerfi sem hefur gríðarlega útbreiðslu. Markaðssetning þessara félaga er afar dýrmæt og sparar okkur mikil útgjöld. Þó Icelandair sé eina flugfélagið í íslenskri eigu sem sinnir millilandaflugi, þá er það ekki hundrað í hættunni. Samkeppni erlendu flugfélaganna skapar aðhald og við getum hlúð að samkeppninni með því að halda Íslandi áfram sem áhugaverðum áfangastað á samkeppnishæfu verði.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Lífið eftir WOW Stjórnarformaður Gray Line segir að ef rétt er haldið á spöðunum þá komi í ljós að það er líf eftir WOW. 28. mars 2019 15:30
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar