Líf eftir WOW Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2019 07:00 WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir WOW Air Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
WOW air fór í gjaldþrot í gær. Niðurstaðan verður að teljast nokkuð fyrirsjáanleg miðað við vendingar síðustu vikna. Auðvitað var vitað að við ramman reip væri að draga. Jafnvel þótt skuldabréfaeigendur hafi breytt kröfum sínum í hlutafé, lá fyrir að nýtt fé þyrfti til að tryggja framtíð félagsins. Ólíklegt var að einhver fengist til að taka þá áhættu á þeim skamma tíma sem var til stefnu. Bandaríski sjóðurinn Indigo var sá eini sem virtist hafa haft tíma til að skoða bókhald WOW, og því í aðstöðu til að bregðast hratt við. Þegar ljóst var að Indigo væri ekki lengur við borðið, vísuðu sólarmerkin öll í sömu átt. Nú berast fregnir af því að flugvélaleigusalar WOW hafi stöðvað starfsemina að endingu. Varla er hægt að álasa þeim fyrir það, enda vanskil félagsins mikil og saga þeirra orðin nokkuð löng. Hins vegar verður að segjast að stjórnvöld koma ekki sérlega vel út. Svo virðist sem enginn hafi viljað taka ábyrgð á málinu sem þó snerti á ráðherrum fjármála, ferðamála og samgöngumála. Sama er að segja um Samgöngustofu sem leyfði WOW að halda flugrekstrarleyfi þótt allar vísbendingar væru um að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði. Í marga mánuði hefur því verið haldið fram að stjórnvöld séu tilbúin með viðbragðsáætlun ef allt færi á versta veg hjá WOW air. Fyrstu viðbrögð eftir tíðindin sem vöktu okkur í gærmorgun voru þau að áætlunin hefði verið virkjuð, og að nánari upplýsingar kæmu síðar. Svo virðist sem áætlunin felist einkum í því að koma strandaglópum á leiðarenda. Miðað við tilkynninguna á vef WOW virðast stjórnvöld ekki einu sinni hafa haft samráð við flugfélagið um hvernig tilkynning um rekstrarlok skyldi líta út. Eðlilegt er að spyrja í hverju vöktunin og vinnan alla þessa mánuði hafi falist. En hvað sem þeim vangaveltum líður er staðreyndin sú að WOW air hefur flogið sitt síðasta flug. Hjá félaginu störfuðu ríflega þúsund manns sem nú eru í erfiðri stöðu. Til lengri tíma ætti þó hagkerfið að ná jafnvægi. Ísland er enn áhugaverður áfangastaður fyrir ferðafólk, og reynslan, til dæmis af gjaldþroti Air Berlin, sýnir að markaðurinn mun sjá um að anna eftirspurn eftir flugferðum til landsins. Gleymum því ekki að Ísland er um margt í öfundsverðri stöðu. Ríkissjóður er hóflega skuldsettur og hér eru undirstöður allar góðar. Vonandi taka deiluaðilar á vinnumarkaði nú ábyrga afstöðu í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin, og ná saman skjótt og örugglega. Þá væru tvö stærstu óvissumálin í íslensku efnahagslífi frá, og hægt að líta fram á veginn. Það er nefnilega líf eftir WOW.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun