Bjóða farþegum WOW ókeypis gistingu á meðan þeir reyna að komast heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 20:40 Drífa Björk Linnet rekur gistisvæðið Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum. Mynd/Samsett Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira