Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 17:30 Sigur Rósar-menn sögðu í yfirlýsingu fyrr í dag að ákæran hryggi þá en þeir vona að málið skýrist fyrir dómi. vísir/getty Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014. Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. Í ákæru á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, kemur fram að hann sé ákærður fyrir að greiða ekki tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Ná meint brot hans til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Sjá einnig: Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn sem vona að málið skýrist fyrir dómi Samkvæmt ákæru taldi Jón Þór ekki fram tekjur fyrir rúmar 75 milljónir króna og fyrir vanframtaldar fjármagnstekjur upp á tæpar 68 milljónir króna. Þá er endurskoðandi Jóns Þórs ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á skattframtölum söngvarans gjaldárin 2014 og 2015 vegna tekjuáranna 2013 og 2014. Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 36 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir króna. Vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru alls tæpar 82 milljónir króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmar 47 milljónir króna. Meint brot Orra Páls ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Sjá einnig: Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á rúmar 35 milljónir króna og vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 9 milljónir. Vanframtaldar tekjur hans námu tæpum 79 milljónum króna og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum 47 milljónum króna. Meint brot Georgs ná yfir tekjuárin 2010 til og með 2013. Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar, er einnig ákærður fyrir vangreiddan tekjuskatt upp á tæpar 19 milljónir króna en vanframtaldar tekjur hans samkvæmt ákæru eru rúmlega 42 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2012 og 2014.
Dómsmál Sigur Rós Tónlist Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent