Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 16:50 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Laugardaginn 23. mars síðastliðinn hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 kílómetra suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 skjálftar frá því hún hófst. Nú í morgun, 28. mars klukkan 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og er nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innanstokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir alla jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Laugardaginn 23. mars síðastliðinn hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 kílómetra suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 skjálftar frá því hún hófst. Nú í morgun, 28. mars klukkan 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og er nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innanstokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir alla jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira