Lagerbäck um leikinn ótrúlega í gær: Þetta var rokk og ról Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 12:00 Lars Lagerbäck í viðtali eftir leikinn í gærkvöldi. vísir/getty „Ég held að ég hafi aldrei á ferlinum tapað niður 2-0 forystu með landsliði,“ sagði svekktur en smá sáttur Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, á blaðamannafundi eftir 3-3 jafnteflið gegn Svíum í undankeppni EM 2020 í Osló í gærkvöldi. Norðmenn, sem að stóðu sig vel á móti stórliði Spánar og töpuðu aðeins 2-1, fóru frábærlega af stað í gærkvöldi og komust í 2-0 en Svíar fóru á kostum í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystunni með öðru marki Robin Quaison á 90. mínútu. Ola Kamara bjargaði stigi fyrir Norðmenn með marki í uppbótartíma og er norska liðið því með eitt stig eftir tvo leiki en Svíar með fjögur stig eftir sigur á Rúmenum um helgina. „Við verðum að skoða það sem að gerðist í stöðunni, 2-0. Þetta var svekkjandi en á móti þurfum við að vera þakklátir fyrir að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins. Við vorum að tapa allt of mörgum boltum í þessum leik,“ sagði Lagerbäck. „Leikurinn var mjög opinn og við sofnuðum stundum á verðinum. Við erum ekki eins þéttir og við viljum vera og ekki eins ákveðnir heldur. Við litum aldrei svona út á síðasta ári.“ Svíinn bjóst við mun jafnari og taktískari leik á móti samlöndum sínum en aldrei bjóst hann við slíkum rússíbana og hvað þá sex mörkum. „Þetta var mikið rokk og ról í kvöld,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
„Ég held að ég hafi aldrei á ferlinum tapað niður 2-0 forystu með landsliði,“ sagði svekktur en smá sáttur Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins í fótbolta, á blaðamannafundi eftir 3-3 jafnteflið gegn Svíum í undankeppni EM 2020 í Osló í gærkvöldi. Norðmenn, sem að stóðu sig vel á móti stórliði Spánar og töpuðu aðeins 2-1, fóru frábærlega af stað í gærkvöldi og komust í 2-0 en Svíar fóru á kostum í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu forystunni með öðru marki Robin Quaison á 90. mínútu. Ola Kamara bjargaði stigi fyrir Norðmenn með marki í uppbótartíma og er norska liðið því með eitt stig eftir tvo leiki en Svíar með fjögur stig eftir sigur á Rúmenum um helgina. „Við verðum að skoða það sem að gerðist í stöðunni, 2-0. Þetta var svekkjandi en á móti þurfum við að vera þakklátir fyrir að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins. Við vorum að tapa allt of mörgum boltum í þessum leik,“ sagði Lagerbäck. „Leikurinn var mjög opinn og við sofnuðum stundum á verðinum. Við erum ekki eins þéttir og við viljum vera og ekki eins ákveðnir heldur. Við litum aldrei svona út á síðasta ári.“ Svíinn bjóst við mun jafnari og taktískari leik á móti samlöndum sínum en aldrei bjóst hann við slíkum rússíbana og hvað þá sex mörkum. „Þetta var mikið rokk og ról í kvöld,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira