Borgarstjóri Chicago reiður Jussie Smollett: „Hefur þessi maður enga sómakennd?“ Sylvía Hall skrifar 26. mars 2019 22:02 Rahm Emanuel er ósáttur við ákvörðun saksóknara að fella niður ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett. Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. Hann sagði málið vera ótrúlegan hvítþvott á réttlætinu og að leikarinn hefði svert orðspor borgarinnar. Á blaðamannafundi í dag gerði Emanuel athugasemdir við það að Smollett héldi enn fram sakleysi sínu í málinu. Hann sagði Smollett hafa nýtt sér lög gegn hatursglæpum, sem væri ætlað að vernda minnihlutahópa gegn ofbeldi, til þess að pota sér áfram og græða á því pening. Málstaðurinn stendur Emanuel nærri þar sem hann starfaði sem starfsmannastjóri Obama á þeim tíma sem lög um hatursglæpi voru samþykkt. „Þetta er maður sem hefur komist upp með þetta án nokkurra viðurlaga og hefur enga tilfinningu fyrir eigin ábyrgð né hversu siðferðilega rangar gjörðir hans voru,“ sagði borgarstjórinn sem var bersýnilega ósáttur við niðurstöðu málsins. Á blaðamannafundinum sagði Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago, ákvörðun saksóknarans í Cook-sýslu að fella niður ákærurnar hafa komið sér á óvart. Lögreglustjórinn og borgarstjórinn voru þó sammála um það að þrátt fyrir að vera reiðir út í ákvörðun saksóknarans væri sökin hjá Smollett. „Hvernig dirfist hann? Hvernig dirfist hann?“ spurði borgarstjórinn ósáttur á fundinum og velti því upp hvort Smollett hefði enga sómakennd. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða en hann er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. „Þegar allt kemur til alls, þá er það herra Smollett sem hefur komið fram með falskar ásakanir,“ sagði borgarstjórinn. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Rahm Emanuel, borgarstjóri Chicago, var vægast sagt ósáttur við að ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett væru felldar niður. Hann sagði málið vera ótrúlegan hvítþvott á réttlætinu og að leikarinn hefði svert orðspor borgarinnar. Á blaðamannafundi í dag gerði Emanuel athugasemdir við það að Smollett héldi enn fram sakleysi sínu í málinu. Hann sagði Smollett hafa nýtt sér lög gegn hatursglæpum, sem væri ætlað að vernda minnihlutahópa gegn ofbeldi, til þess að pota sér áfram og græða á því pening. Málstaðurinn stendur Emanuel nærri þar sem hann starfaði sem starfsmannastjóri Obama á þeim tíma sem lög um hatursglæpi voru samþykkt. „Þetta er maður sem hefur komist upp með þetta án nokkurra viðurlaga og hefur enga tilfinningu fyrir eigin ábyrgð né hversu siðferðilega rangar gjörðir hans voru,“ sagði borgarstjórinn sem var bersýnilega ósáttur við niðurstöðu málsins. Á blaðamannafundinum sagði Eddie Johnson, lögreglustjóri í Chicago, ákvörðun saksóknarans í Cook-sýslu að fella niður ákærurnar hafa komið sér á óvart. Lögreglustjórinn og borgarstjórinn voru þó sammála um það að þrátt fyrir að vera reiðir út í ákvörðun saksóknarans væri sökin hjá Smollett. „Hvernig dirfist hann? Hvernig dirfist hann?“ spurði borgarstjórinn ósáttur á fundinum og velti því upp hvort Smollett hefði enga sómakennd. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða en hann er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. „Þegar allt kemur til alls, þá er það herra Smollett sem hefur komið fram með falskar ásakanir,“ sagði borgarstjórinn. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00
Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07