Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur athygli á skjálftahrinunnni og bendir á að yfir 250 skjálftar hafi mælst frá því á laugardag. Stærstu skjálfarnir hafa verið á milli 2,5 og 2,7 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur mældist í kvöld, um 3,1 að stærð 5,6 kílómetra suðsuðvestur af Kópaskeri.
Skjálftarnir hafa fundist vel á Kópaskeri og segir lögregla að viðbúið sé að fólk á svæðinu verði vart við skjálftahrinuna.