Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 82-56 │Snæfell ekki í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir og Helgi Hrafn Ólafsson skrifa 26. mars 2019 22:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/bára Valur tók á móti Snæfelli í seinasta leik deildarkeppninnar í úrvalsdeild kvenna í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var mikilvægur fyrir Snæfell en þær gátu ekki unnið með þunnskipuðum bekk og urðu að lokum að sætta sig við erfitt tap, 82-56. Fyrir leikinn var vitað að Valsstúlkur væru orðnar deildarmeistarar og myndu taka á móti bikarnum að leik loknum. Leikurinn var þó alls ekki merkingarlaus fyrir liðin enda gátu Snæfellingar komist í úrslitakeppnina með sigri í kvöld og smá heppni. Valur vildi ekki tapa síðasta leiknum fyrir úrslitakeppnina og alls ekki gegn mögulegum andstæðingi sínum í undanúrslitunum. Heimastúlkur byrjuðu leikinn sterkt á sama tíma og ekkert virtist ganga upp hjá Snæfelli. Munurinn jókst eftir því sem á leið og á köflum virtist sóknin áreynslulaus hjá Val. Í hálfleik var staðan orðin 49-20 og úrslitin voru nokkuð ljós fyrir flestum sem höfðu mætt til að fagna deildarmeistaratitlinum með Val eftir leikinn. Snæfell mætti með annað lið úr hálfleikshléinu og voru búnar að jafna stigaskorið sitt í fyrri hálfleik á fyrstu 8 mínútum seinni hálfleiksins. Gestirnir gátu hins vegar ekki komist nær en 16 stig og Valsstúlkur unnu þægilegan 26 stiga sigur, 82-56.Af hverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn mjög sterkt og gerði út um hann í fyrri hálfleik. Heimastúlkurnar höfðu einfaldlega úr fleiri leikmönnum að moða og þó að Snæfell hafi náð ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta dugði það hvergi nærri til. Varamannabekkur Valsstúlkna fékk að spreyta sig vel í kvöld og til að mynda spilaði engin leikmaður Valsara lengur en 26 mínútur í leiknum.Hverjar stóðu upp úr? Heather Butler leiddi lið Vals í kvöld og átti frábæran leik á aðeins 25 mínútum. Hún skoraði 30 stig, gaf 8 stoðsendingar, stal 4 boltum og var með 40 í framlag. Helena Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru líka góðar fyrir Val en þær skoruðu báðar 10 stig og tóku saman 18 fráköst (11 hjá Helenu og 7 hjá Ástu). Í liði Snæfells voru þær Angelika Kowalska og Helga Hjördís Björgvinsdóttir stigahæstar með 14 stig hvor og framlaghæst var Katarina Matijevic með 12 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta (18 framlagsstig).Hvað gekk illa? Snæfell átti erfitt með að finna skot gegn vörn Valsstúlkna og þegar þær fengu loks opið skot þá gekk illa að koma boltanum í körfuna. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu andleysi en þær komu beittari til baka í seinni hálfleik og unnu seinni 20 mínúturnar með þremur stigum. Það hefði verið ágætt ef að þær hefðu tapað fyrri hálfleik með 29 stigum og því má kenna að þær voru einfaldlega of fámennar gegn öflugu og djúpu liði Vals. Valur hleypti Snæfell aðeins upp í þriðja leikhluta en það kom þó ekki að sök. Það vakti þó athygli að áhlaup Snæfells kom ekki gegn minni spámönnum heldur gegn byrjunarliði Valsstúlkna.Hvað tekur við? Þá er deildarkeppnin búin og Valur er með tvö titla af þremur. Þær hafa unnið 18 leiki í röð og aðeins tapað einum leik af tuttugu síðan að Helena kom í liðið. Þær mæta KR-ingum í undanúrslitum að viku liðinni í Origo-höllinni. KR er eina liðið sem hefur sigrað Val frá því í nóvember og því verður eflaust um æsispennandi leik að ræða. Snæfellingar eru þá komnir í sumarfrí og geta byrjað að undirbúa næsta tímabil. Þær komust ekki í úrslitakeppnina eins og til stóð og verða að skoða hvar þörf er á styrkingu ef þær vilja ekki missa af úrslitunum aftur, en þetta er annað árið í röð sem að þær fara í snemmbúið frí. Eftir sterkan fyrri hluta tímabilins fjaraði aðeins undan þeim og að verður áhugavert að sjá hvernig liðið og félagið bregst við í sumar.Helena í leiknum í kvöld.vísir/báraHelena: Nú byrjar bara ný keppni Helena Sverrisdóttir var skiljanlega hress eftir að Valur valtaði yfir fámennt lið Snæfellinga í seinasta leik deildarkeppninnar í úrvalsdeid kvenna tímabilið 2018-2019. „Við erum búin að vera á flottum spretti undanfarið og sáum bara engan tilgang í að hæga á í þessum leik,“ sagði hún en lokastaðan varð 82-56 í leik sem var aldrei í hættu. „Við ætlum að reyna toppa í úrslitakeppninni og mér finnst við hafa bætt okkur með hverjum leik þannig að þetta er nokkuð sætt. Smá pása núna, vika í fyrsta leik en svo erum við tilbúnar í þetta,“ sagði Helena sem bíður óþreyjufull eftir úrslitakeppninni. Valsliðið hefur verið næstum því ósigrandi síðan að Helena gekk í liðið seinasta haust skömmu eftir að tímabilið byrjaði og þær hafa núna unnið bæði bikarmeistaratitil og deildarmeistaratitil. Guðbjörg Sverrisdóttir systir Helenu spilar einnig með Val og Helenu þætti ekkert verra að vinna Íslandsmeistaratitil með henni aftur. „Jú, það er svo rosalega langt síðan. Auðvitað er það markmiðið okkar og við erum búnar að vera að æfa ótrúlega vel. Þetta var kannski frekar auðveldur sigur í dag en við sýndum bara aftur hvers við erum megnugar,“ segir hún eftir að hafa tekið við deildarameistaratitlinum með Valsstúlkum. Úrslitakeppnin er samt ekki langt undan og það er aðeins vika í fyrsta leikinn þar. „Nú byrjar bara ný keppni. Við þurfum að vinna fyrst þrjá og svo aðra þrjá. Þetta verður ótrúlega spennandi. Skemmtilegasti tíminn.“ Eini ósigur Vals eftir að Helena gekk í raðir þeirra var gegn liðinu sem þær munu mæta í fyrstu viðureign sinni í úrslitakeppninni. KR-ingar héldust í fjórða sæti eftir að Snæfell tapaði gegn Val í kvöld og mæta toppliði Valsara að viku liðinni. „Við erum náttúrulega búin að spila við KR fjórum sinnum í vetur og þær eru auðvitað með frábæra útlendinga og hinar íslensku stelpurnar kunna náttúrulega sín hlutverk. Seinasti tapleikurinn í nóvember var einmitt gegn þeim. Við ætlum að skoða myndbönd úr leikjum og læra af mistökunum. Við finnum út hverjir styrkleikar okkar eru gegn þeim,“ sagði Helena og kvaðst að lokum seint þreytast á því að vinna.Valur er deildarmeistari. Þær fögnuðu titlinum í kvöld.vísir/báraBaldur: Ætluðum okkur meira en þetta „Við áttum svo sem alveg von á erfiðleikum í þessum leik, búin að spila þrjá leiki án Bandaríkjamannsins okkar,“ sagði Baldur Þorleifsson þjálfari Snæfells eftir að liðið hans tapaði gegn sterku liði Vals. Snæfellsstúlkurnar voru fremur þunnskipaðar í kvöld og vantaði framlagshæsta leikmann sinn, Kristen McCarthy, sem var úti vegna höfuðmeiðsla. Snæfell þurfti að vinna þennan leik til að eiga von um að komast í úrslitakeppnissæti en gátu ekki unnið gegn þéttskipuðu Valsliði í kvöld. „Við erum ekki með mjög breiðan hóp eins og sést. Þó við höfum náð að vinna hina tvo leikina varð þetta bara of stór biti,“ sagði Baldur um seinustu þrjá leikina í deildarkeppninni en Snæfell var hársbreidd frá því að komast í fjórða sæti deildarinnar með tveimur naumum sigrum. Tímabilinu er þá lokið hjá Hólmurum, en hvað tekur þá við hjá liðinu? „Við erum farin að líta til næsta tímabils en ég var reyndar bara með eins árs samning og hef ekkert hugsað neitt lengra en það,“ sagði Baldur og átti von á að flestar héldu áfram þó að ekkert hefði enn verið gefið út. „Við þurfum að styrkja liðið enn frekar og það er ekki að gerast heiman frá alveg strax og við verðum líklega að sækja leikmenn annars staðar frá. Það er hellingur af efnilegum leikmönnum í Snæfell en það er kannski of langt í þessar ungu stelpur ennþá.“ Baldur er skiljanlega svekktur með gengið í ár og bendir á þetta hafi ekki bara tapast í leiknum í kvöld. „Við ætluðum okkur meira en þetta, áttum að fara í úrslitakeppnina en töpuðum of mörgum leikum með 1-2 stigum, það bara gengur ekki í þessari deild,“ sagði hann og þakkaði í lokin fyrir sig og fyrir skemmtilega deild og óskaði Val til hamingju með titilinn.Baráttan um knöttinn í kvöld.vísir/báraDarri Freyr: Frí á morgunDarri Freyr Atlason þjálfari Vals var skiljanlega sáttur með deildararmeistaratitilinn eftir leikinn. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum mjög stoltar af þessu afreki,“ sagði hann en lagði áherslu á að þær myndu þó vera fljótar að einbeita sér að næsta verkefni. „Það er frí á morgun, svo bara æfingar fram að næsta leik,“ sagði Darri Freyr en það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefjist hjá Valskonunum. Valur saknaði Simonu Podesvovu í liðinu í kvöld en Darri hafði ekki miklar áhyggjur af meiðslum hennar né annarra í liðinu. „Guðný [sjúkraþjálfari liðsins] verður með hana í meðferð. Hún gerir kraftaverk á þessum meiðslapésum hjá okkur,“ sagði Darri kátur í bragði. Varðandi sérstakan undirbúning gegn KR í fyrsta leik vildi hann ekki láta of mikið uppi og talaði bara á almennu nótunum. „Við verjum vikunni í að komast að því hvað við viljum gera, ekkert sem ég get sagt núna,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt inn í klefa til að fagna öðrum titli Vals á þessu tímabili með sínu liði. Gunnhildur: Eins svekkjandi og þetta getur verið „Auðvitað er þetta glatað, við erum í þessu til þess að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Snæfells eftir erfitt tap gegn Val í Origo-höllinni í kvöld. Þetta tap var þó að hennar mati ekki endilega vendipunkturinn á tímabilinu. „Við töpuðum ekki úrslitakeppnissætinu endilega í dag gegn Val, við töpuðum leikjum í vetur sem að við hefðum átt að vinna. Þetta er bara eins svekkjandi og þetta getur verið,“ sagði hún eftir að Snæfellsstúlkur steinlágu fyrir Völsurum, 82-56. Fyrir leikinn var vitað að róðurinn yrði þungur, enda vantaði Kristen McCarthy, stigahæsta leikmann Snæfells, í liðið. Þar að auki fór Berglind Gunnarsdóttir systir Gunnhildar út af skömmu eftir hálfleik með meiðsli. „Berglind fór úr axlarlið og aftur í, við erum svo sem vanar því. Erum fáar og spilum á fáum leikmönnum. Það var bara komin þreyta í okkur,“ sagði Gunnhildur en Hólmarar misstu Valsstúlkur frá sér snemma og voru eiginlega aldrei inni í leiknum. Gunnhildur sér þó ekki ástæðu til að leggjast í kör og er strax farin að líta til næsta árs. „Ef við erum ekki bjartsýnar með framhaldið gætum við allt eins hætt þessu. Við vorum upp og niður, margt gott og margt sem mátti gera betur en nú er bara áfram gakk,“ sagði hún og svaraði því að það kæmi bara í ljós hverjar yrðu með á næsta ári. Dominos-deild kvenna
Valur tók á móti Snæfelli í seinasta leik deildarkeppninnar í úrvalsdeild kvenna í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var mikilvægur fyrir Snæfell en þær gátu ekki unnið með þunnskipuðum bekk og urðu að lokum að sætta sig við erfitt tap, 82-56. Fyrir leikinn var vitað að Valsstúlkur væru orðnar deildarmeistarar og myndu taka á móti bikarnum að leik loknum. Leikurinn var þó alls ekki merkingarlaus fyrir liðin enda gátu Snæfellingar komist í úrslitakeppnina með sigri í kvöld og smá heppni. Valur vildi ekki tapa síðasta leiknum fyrir úrslitakeppnina og alls ekki gegn mögulegum andstæðingi sínum í undanúrslitunum. Heimastúlkur byrjuðu leikinn sterkt á sama tíma og ekkert virtist ganga upp hjá Snæfelli. Munurinn jókst eftir því sem á leið og á köflum virtist sóknin áreynslulaus hjá Val. Í hálfleik var staðan orðin 49-20 og úrslitin voru nokkuð ljós fyrir flestum sem höfðu mætt til að fagna deildarmeistaratitlinum með Val eftir leikinn. Snæfell mætti með annað lið úr hálfleikshléinu og voru búnar að jafna stigaskorið sitt í fyrri hálfleik á fyrstu 8 mínútum seinni hálfleiksins. Gestirnir gátu hins vegar ekki komist nær en 16 stig og Valsstúlkur unnu þægilegan 26 stiga sigur, 82-56.Af hverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn mjög sterkt og gerði út um hann í fyrri hálfleik. Heimastúlkurnar höfðu einfaldlega úr fleiri leikmönnum að moða og þó að Snæfell hafi náð ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta dugði það hvergi nærri til. Varamannabekkur Valsstúlkna fékk að spreyta sig vel í kvöld og til að mynda spilaði engin leikmaður Valsara lengur en 26 mínútur í leiknum.Hverjar stóðu upp úr? Heather Butler leiddi lið Vals í kvöld og átti frábæran leik á aðeins 25 mínútum. Hún skoraði 30 stig, gaf 8 stoðsendingar, stal 4 boltum og var með 40 í framlag. Helena Sverrisdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir voru líka góðar fyrir Val en þær skoruðu báðar 10 stig og tóku saman 18 fráköst (11 hjá Helenu og 7 hjá Ástu). Í liði Snæfells voru þær Angelika Kowalska og Helga Hjördís Björgvinsdóttir stigahæstar með 14 stig hvor og framlaghæst var Katarina Matijevic með 12 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta (18 framlagsstig).Hvað gekk illa? Snæfell átti erfitt með að finna skot gegn vörn Valsstúlkna og þegar þær fengu loks opið skot þá gekk illa að koma boltanum í körfuna. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af hálfgerðu andleysi en þær komu beittari til baka í seinni hálfleik og unnu seinni 20 mínúturnar með þremur stigum. Það hefði verið ágætt ef að þær hefðu tapað fyrri hálfleik með 29 stigum og því má kenna að þær voru einfaldlega of fámennar gegn öflugu og djúpu liði Vals. Valur hleypti Snæfell aðeins upp í þriðja leikhluta en það kom þó ekki að sök. Það vakti þó athygli að áhlaup Snæfells kom ekki gegn minni spámönnum heldur gegn byrjunarliði Valsstúlkna.Hvað tekur við? Þá er deildarkeppnin búin og Valur er með tvö titla af þremur. Þær hafa unnið 18 leiki í röð og aðeins tapað einum leik af tuttugu síðan að Helena kom í liðið. Þær mæta KR-ingum í undanúrslitum að viku liðinni í Origo-höllinni. KR er eina liðið sem hefur sigrað Val frá því í nóvember og því verður eflaust um æsispennandi leik að ræða. Snæfellingar eru þá komnir í sumarfrí og geta byrjað að undirbúa næsta tímabil. Þær komust ekki í úrslitakeppnina eins og til stóð og verða að skoða hvar þörf er á styrkingu ef þær vilja ekki missa af úrslitunum aftur, en þetta er annað árið í röð sem að þær fara í snemmbúið frí. Eftir sterkan fyrri hluta tímabilins fjaraði aðeins undan þeim og að verður áhugavert að sjá hvernig liðið og félagið bregst við í sumar.Helena í leiknum í kvöld.vísir/báraHelena: Nú byrjar bara ný keppni Helena Sverrisdóttir var skiljanlega hress eftir að Valur valtaði yfir fámennt lið Snæfellinga í seinasta leik deildarkeppninnar í úrvalsdeid kvenna tímabilið 2018-2019. „Við erum búin að vera á flottum spretti undanfarið og sáum bara engan tilgang í að hæga á í þessum leik,“ sagði hún en lokastaðan varð 82-56 í leik sem var aldrei í hættu. „Við ætlum að reyna toppa í úrslitakeppninni og mér finnst við hafa bætt okkur með hverjum leik þannig að þetta er nokkuð sætt. Smá pása núna, vika í fyrsta leik en svo erum við tilbúnar í þetta,“ sagði Helena sem bíður óþreyjufull eftir úrslitakeppninni. Valsliðið hefur verið næstum því ósigrandi síðan að Helena gekk í liðið seinasta haust skömmu eftir að tímabilið byrjaði og þær hafa núna unnið bæði bikarmeistaratitil og deildarmeistaratitil. Guðbjörg Sverrisdóttir systir Helenu spilar einnig með Val og Helenu þætti ekkert verra að vinna Íslandsmeistaratitil með henni aftur. „Jú, það er svo rosalega langt síðan. Auðvitað er það markmiðið okkar og við erum búnar að vera að æfa ótrúlega vel. Þetta var kannski frekar auðveldur sigur í dag en við sýndum bara aftur hvers við erum megnugar,“ segir hún eftir að hafa tekið við deildarameistaratitlinum með Valsstúlkum. Úrslitakeppnin er samt ekki langt undan og það er aðeins vika í fyrsta leikinn þar. „Nú byrjar bara ný keppni. Við þurfum að vinna fyrst þrjá og svo aðra þrjá. Þetta verður ótrúlega spennandi. Skemmtilegasti tíminn.“ Eini ósigur Vals eftir að Helena gekk í raðir þeirra var gegn liðinu sem þær munu mæta í fyrstu viðureign sinni í úrslitakeppninni. KR-ingar héldust í fjórða sæti eftir að Snæfell tapaði gegn Val í kvöld og mæta toppliði Valsara að viku liðinni. „Við erum náttúrulega búin að spila við KR fjórum sinnum í vetur og þær eru auðvitað með frábæra útlendinga og hinar íslensku stelpurnar kunna náttúrulega sín hlutverk. Seinasti tapleikurinn í nóvember var einmitt gegn þeim. Við ætlum að skoða myndbönd úr leikjum og læra af mistökunum. Við finnum út hverjir styrkleikar okkar eru gegn þeim,“ sagði Helena og kvaðst að lokum seint þreytast á því að vinna.Valur er deildarmeistari. Þær fögnuðu titlinum í kvöld.vísir/báraBaldur: Ætluðum okkur meira en þetta „Við áttum svo sem alveg von á erfiðleikum í þessum leik, búin að spila þrjá leiki án Bandaríkjamannsins okkar,“ sagði Baldur Þorleifsson þjálfari Snæfells eftir að liðið hans tapaði gegn sterku liði Vals. Snæfellsstúlkurnar voru fremur þunnskipaðar í kvöld og vantaði framlagshæsta leikmann sinn, Kristen McCarthy, sem var úti vegna höfuðmeiðsla. Snæfell þurfti að vinna þennan leik til að eiga von um að komast í úrslitakeppnissæti en gátu ekki unnið gegn þéttskipuðu Valsliði í kvöld. „Við erum ekki með mjög breiðan hóp eins og sést. Þó við höfum náð að vinna hina tvo leikina varð þetta bara of stór biti,“ sagði Baldur um seinustu þrjá leikina í deildarkeppninni en Snæfell var hársbreidd frá því að komast í fjórða sæti deildarinnar með tveimur naumum sigrum. Tímabilinu er þá lokið hjá Hólmurum, en hvað tekur þá við hjá liðinu? „Við erum farin að líta til næsta tímabils en ég var reyndar bara með eins árs samning og hef ekkert hugsað neitt lengra en það,“ sagði Baldur og átti von á að flestar héldu áfram þó að ekkert hefði enn verið gefið út. „Við þurfum að styrkja liðið enn frekar og það er ekki að gerast heiman frá alveg strax og við verðum líklega að sækja leikmenn annars staðar frá. Það er hellingur af efnilegum leikmönnum í Snæfell en það er kannski of langt í þessar ungu stelpur ennþá.“ Baldur er skiljanlega svekktur með gengið í ár og bendir á þetta hafi ekki bara tapast í leiknum í kvöld. „Við ætluðum okkur meira en þetta, áttum að fara í úrslitakeppnina en töpuðum of mörgum leikum með 1-2 stigum, það bara gengur ekki í þessari deild,“ sagði hann og þakkaði í lokin fyrir sig og fyrir skemmtilega deild og óskaði Val til hamingju með titilinn.Baráttan um knöttinn í kvöld.vísir/báraDarri Freyr: Frí á morgunDarri Freyr Atlason þjálfari Vals var skiljanlega sáttur með deildararmeistaratitilinn eftir leikinn. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum mjög stoltar af þessu afreki,“ sagði hann en lagði áherslu á að þær myndu þó vera fljótar að einbeita sér að næsta verkefni. „Það er frí á morgun, svo bara æfingar fram að næsta leik,“ sagði Darri Freyr en það er aðeins vika í að úrslitakeppnin hefjist hjá Valskonunum. Valur saknaði Simonu Podesvovu í liðinu í kvöld en Darri hafði ekki miklar áhyggjur af meiðslum hennar né annarra í liðinu. „Guðný [sjúkraþjálfari liðsins] verður með hana í meðferð. Hún gerir kraftaverk á þessum meiðslapésum hjá okkur,“ sagði Darri kátur í bragði. Varðandi sérstakan undirbúning gegn KR í fyrsta leik vildi hann ekki láta of mikið uppi og talaði bara á almennu nótunum. „Við verjum vikunni í að komast að því hvað við viljum gera, ekkert sem ég get sagt núna,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt inn í klefa til að fagna öðrum titli Vals á þessu tímabili með sínu liði. Gunnhildur: Eins svekkjandi og þetta getur verið „Auðvitað er þetta glatað, við erum í þessu til þess að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Snæfells eftir erfitt tap gegn Val í Origo-höllinni í kvöld. Þetta tap var þó að hennar mati ekki endilega vendipunkturinn á tímabilinu. „Við töpuðum ekki úrslitakeppnissætinu endilega í dag gegn Val, við töpuðum leikjum í vetur sem að við hefðum átt að vinna. Þetta er bara eins svekkjandi og þetta getur verið,“ sagði hún eftir að Snæfellsstúlkur steinlágu fyrir Völsurum, 82-56. Fyrir leikinn var vitað að róðurinn yrði þungur, enda vantaði Kristen McCarthy, stigahæsta leikmann Snæfells, í liðið. Þar að auki fór Berglind Gunnarsdóttir systir Gunnhildar út af skömmu eftir hálfleik með meiðsli. „Berglind fór úr axlarlið og aftur í, við erum svo sem vanar því. Erum fáar og spilum á fáum leikmönnum. Það var bara komin þreyta í okkur,“ sagði Gunnhildur en Hólmarar misstu Valsstúlkur frá sér snemma og voru eiginlega aldrei inni í leiknum. Gunnhildur sér þó ekki ástæðu til að leggjast í kör og er strax farin að líta til næsta árs. „Ef við erum ekki bjartsýnar með framhaldið gætum við allt eins hætt þessu. Við vorum upp og niður, margt gott og margt sem mátti gera betur en nú er bara áfram gakk,“ sagði hún og svaraði því að það kæmi bara í ljós hverjar yrðu með á næsta ári.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum