Umtiti var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn en var metinn heill heilsu og byrjaði leikinn í hjarta frönsku varnarinnar.
Það borgaði sig eftir tólf mínútna leik að hafa sett Umtiti í byrjunarliðið þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Kylian Mbappe.
Umtiti og félagar í vörninni höfðu ekki mikið að gera þar sem íslenska liðið sótti lítið, en Umtiti steig ekki feilspor. Bókstaflega.
Hann átti ekki eina misheppnaða sendingu í leiknum. Hann gaf 107 sendingar og allar rötuðu þær á samherja.
Tölfræðisíðan Opta segir engan leikmann í franska landsliðinu hafa náð að klára leik með 100 prósent sendingarhlutfall síðastliðin 10 ár.
107 - Samuel Umtiti has completed 100% of his passes v Iceland tonight (107/107), a record for a France player over the last 10 years. Watchmaker. pic.twitter.com/up3rTAgJal
— OptaJean (@OptaJean) March 25, 2019