Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 23:15 Róðurinn þyngist fyrir Theresu May. Vísir/EPA Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43