Deschamps ræddi ekki við Mbappe um dýfuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 14:15 Kylian Mbappe liggur í grasinu í leiknum gegn Moldóvu á föstudag. Vísir/Getty Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00
Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30
Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti