Hamren: Við höfum allt að vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 11:00 Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00