Aron: Fleiri tilfinningar um leikinn gegn Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 09:00 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Frökkum á þjóðarleikvanginum Stade de France í kvöld. Margir af þeim sem eru í landsliðinu í dag voru á EM 2016 en Ísland lék tvívegis á sama leikvangi í þeirri keppni. Aron viðurkennir fúslega að það séu ýmsar tilfinningar sem hafi komið upp þegar hann kom á leikvanginn á ný í gær, þegar Ísland æfði þar síðdegis. „Það eru bæði skemmtilegar tilfinningar og svekkjandi. Það stendur þó upp úr að ég man meira eftir leiknum gegn Austurríki. Maður er búinn að grafa hitt niður einhversstaðar,“ sagði Aron og hló. Í umræddum leik gegn Austurríki tryggðu okkar menn sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að vinna 2-1 sigur en Arnór Ingvi Traustason skoraði þá frægt mark á lokamínútum leiksins. Strákarnir fóru svo aftur til Parísar til að spila við Frakka í fjórðungsúrslitum en þar urðu heimamenn betur, 5-2. Frakkar töpuðu svo fyrir Portúgal í úrslitaleik mótsins en bættu upp fyrir það síðasta sumar er þeir urðu heimsmeistarar. Aron er eins og aðrir spenntur fyrir því að mæta besta landsliði heims. „Maður er í þessu til að spila við þessi lið og þessa leiki. Við höfum staðið í þeim áður þannig að það er kominn tími á okkur að halda því ferli áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og finna áfram sem lið. Þetta verður erfiður leikur á morgun þar sem við verðum mikið í varnarvinnu en okkur líður vel þar,“ sagði fyrirliðinn. Frakkland er með marga af bestu leikmenn heims í sínu liði og Aron Einar segir að það sé skemmtileg áskorun að fá að glíma við þá. „Maður sér hvar maður stendur þegar maður spilar við svona gæja. Þeir eru óvægir, halda áfram þó svo að þeim mistakist og koma aftur og aftur. Maður þarf því að vera á tánum allan leikinn ef maður ætlar að stoppa þessa gæja.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Frökkum á þjóðarleikvanginum Stade de France í kvöld. Margir af þeim sem eru í landsliðinu í dag voru á EM 2016 en Ísland lék tvívegis á sama leikvangi í þeirri keppni. Aron viðurkennir fúslega að það séu ýmsar tilfinningar sem hafi komið upp þegar hann kom á leikvanginn á ný í gær, þegar Ísland æfði þar síðdegis. „Það eru bæði skemmtilegar tilfinningar og svekkjandi. Það stendur þó upp úr að ég man meira eftir leiknum gegn Austurríki. Maður er búinn að grafa hitt niður einhversstaðar,“ sagði Aron og hló. Í umræddum leik gegn Austurríki tryggðu okkar menn sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að vinna 2-1 sigur en Arnór Ingvi Traustason skoraði þá frægt mark á lokamínútum leiksins. Strákarnir fóru svo aftur til Parísar til að spila við Frakka í fjórðungsúrslitum en þar urðu heimamenn betur, 5-2. Frakkar töpuðu svo fyrir Portúgal í úrslitaleik mótsins en bættu upp fyrir það síðasta sumar er þeir urðu heimsmeistarar. Aron er eins og aðrir spenntur fyrir því að mæta besta landsliði heims. „Maður er í þessu til að spila við þessi lið og þessa leiki. Við höfum staðið í þeim áður þannig að það er kominn tími á okkur að halda því ferli áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og finna áfram sem lið. Þetta verður erfiður leikur á morgun þar sem við verðum mikið í varnarvinnu en okkur líður vel þar,“ sagði fyrirliðinn. Frakkland er með marga af bestu leikmenn heims í sínu liði og Aron Einar segir að það sé skemmtileg áskorun að fá að glíma við þá. „Maður sér hvar maður stendur þegar maður spilar við svona gæja. Þeir eru óvægir, halda áfram þó svo að þeim mistakist og koma aftur og aftur. Maður þarf því að vera á tánum allan leikinn ef maður ætlar að stoppa þessa gæja.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30