Lars tók norsku pressuna til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2019 14:45 Lars var ekki par sáttur við umfjöllun norskra fjölmiðla um leik Norðmanna og Spánverja. vísir/getty Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Lars Lagerbäck lét norska fjölmiðla heyra það á blaðamannafundi í dag. Noregur tapaði 2-1 fyrir Spáni í undankeppni EM 2020 í gær og norska pressan gaf frammistöðu liðsins ekki háa einkunn. Håvard Nordtveit, leikmaður Fulham, fékk ekki góða umsögn og þá var Lars gagnrýndur fyrir að skipta Martin Odegaard snemma af velli. „Með fullri virðingu fyrir ykkar starfi höfum við aðra sýn á fótbolta. Håvard lék einn sinn besta landsleik en gerði ein mistök og þá er hann allt í einu ekki álitinn nógu góður til að spila með landsliðinu. Mitt hlutverk er að byggja leikmenn upp á meðan ykkar hlutverk er kannski að rífa þá niður,“ sagði Lars. Svíinn bætti því við að hann hefði ekki lagt það í vana sinn að lesa umfjöllun fjölmiðla um leiki sinna liða. Hann hafi hins vegar breytt út af vananum í gær og furðaði sig á umfjölluninni um leikinn gegn Spáni. Lars sagðist hafa góða reynslu af íslenskum fjölmiðlum og sagði þá starfa öðruvísi en fjölmiðlar í öðrum löndum þar sem hann hefur starfað. „Íslenskir fjölmiðlar eru frábrugðnir öðrum. Norskir fjölmiðlar vinna eins og fjölmiðlar í Svíþjóð og Nígeríu. Þar var pressan mikil. Íslenskir fjölmiðlar hugsa um fótbolta og reyna að skilja hann út frá sjónarhorni þjálfaranna. Eflaust gerið þið það einnig en ykkar vinnuveitendur vilja kannski öðruvísi umfjöllun,“ sagði Lars. Noregur mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í undankeppni EM á þriðjudaginn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. 23. mars 2019 21:45