Viðar: Ég og Kjarri erum góðir vinir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 22:27 Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson átti góða innkomu í leik Andorra og Íslands í kvöld. Hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og skoraði seinna markið í 2-0 sigri Íslands. „Það var mikill léttir að sjá hann inni. Ég hitti hann vel,“ sagði Viðar kampakátur eftir leikinn. „Það er skemmtilegra þegar markið er mikilvægt og það kláraði leikinn. Ég er sáttur.“ Viðar kom inn í landsliðið eftir að það kom saman á Peralada á Spáni í upphafi vikunnar en hann segir að það hafi ekki verið ákveðið fyrirfram að hann kæmi inn svo seint. „Hamren hringdi í mig. Ég var ekki búinn að spila fótbolta í smá tíma, alla vega ekki að viti. Ég var því hungraður í að koma hingað. Ég var spenntur fyrir þessu verkefni.“ Viðar segir að það sé ekkert grín að spila við Andorra á þessum velli. „Þeir eru erfiðir, geta refsað og beitt skyndisóknum. Þeir liggja svolítið í grasinu og svo leggja þeir rútunni í teignum. Það þarf mikla þolinmæði til að spila hérna.“ Hann er mjög feginn að Ísland fari nú til Parísar með þrjú stig. „Fyrir nokkrum árum hefði það ef til vill þótt vera alger skylda að vinna hér með nokkrum mörkum. En þeir hafa bætt sig mikið og náð í flott úrslit. Þetta er líka gott start hjá okkur og mikill léttir.“ Viðar fagnaði marki sínu í dag nokkuð sérstaklega, en það minnti á Twitter-færslu Kjartans Henrys Finnbogasonar fyrr í vikunni sem fjallað er um hér að neðan. „Það er búið að vera smá grín á vikunni á Twitter. Þetta var bara létt grín til baka. Ég og Kjarri erum góðir félagar og þetta er bara gert í mesta bróðerni. Ég var búinn að ákveða að fagna svona.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35 Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Fagn Viðars minnti á Twitter-færslu Kjartans Henry Viðar Örn Kjartansson minnti rækilega á sig í Andorra í kvöld. 22. mars 2019 21:35
Einkunnir Íslands: Góð innkoma Viðars Mörk frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni tryggðu Íslandi sigur á Andorra í undankeppni EM 2020. 22. mars 2019 21:39
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Kjartan Henry virðist ósáttur og skýtur á Viðar Örn og landsliðsvalið Framherjinn er að spila reglulega en leikmaður sem var hættur er valinn í hans stað. 20. mars 2019 10:45