Innlent

Vegum lokað vegna veðurs og björgunarsveitir aðstoða ökumenn

Kjartan Kjartansson skrifar
Um fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa sinnt veðurtengdum útköllum í dag. Myndin er úr safni.
Um fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa sinnt veðurtengdum útköllum í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Nokkrum vegum á landinu suðvestan- og norðanverðu hefur verið lokað vegna veðurs nú síðdegis. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að aðstoða ökumenn bíla sem hafa fest sig.

Hellisheiði, Þrengslum, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Krýsuvíkurvegi og Fagradalsvegi hefur verið lokað vegna veðurs. Þá er þungfært á Ólafsfjarðarvegi á milli Akureyrar og Dalvíkur, að því er kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að tæplega fimmtíu björgunarsveitarmenn hafi sinnt ýmsum verkefnum vegna veðurs í dag. Nú eftir klukkan fimm voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna bíla sem sitja fastir í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Norðurlandi hafa björgunarsveitir aðstoðað bílstjóra í Ljósavatnsskarði, við Héðinsfjarðargöng þar sem tveir bílar lentu í árekstri, og við Húsavík. Einnig fóru tuttugu björgunarsveitarmenn til að sinna verkefnum við Eyjafjörð þar sem bílar sitja fastir.

Björgunarsveitarmenn hafa jafnframt mannað lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði á Suðurlandi og á Fagradal á Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×