Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni EM allstaðar 2020 í kvöld þegar að þeir mæta öðru smáríki, Andorra, á útivelli en eftir leik halda þeir svo til Parísar og mæta heimsmeisturum Frakka á mánudagskvöldið.
Íslenska liðið er mun sigurstranglegra í kvöld en Andorra hefur orðið ansi erfitt heim að sækja síðustu mánuði. Það spilaði Þrjá heimaleiki á síðasta ári og gerði jafntefli í þeim öllum.
Andorra fékk á sig eitt mark á móti Kasakstan og Georgíu í Þjóðadeildinni í þessum heimaleikjum en hélt svo hreinu á móti Lettlandi. Í heildina var 2018 frábært ár fyrir Andorra en það tapaði aðeins tveimur af níu leikjum, gerði sex jafntefli og vann einn útileik á móti Lichtenstein.
Síðasta liðið til að mæta til Andorra og vinna voru Evrópumeistarar Portúgal með Cristiano Ronaldo í fararbroddi en Ronaldo skoraði annað markið í 2-0 sigri Portúgal í október 2017. Leikurinn var liður í undankeppni HM 2018.
Andorra varð til sem landslið árið 1996 og er eitt það slakasta í sögunni en það hefur aðeins unnið sex leiki af 153 og gert 18 jafntefli. Það hefur fengið á sig 397 mörk en skorað aðeins 42 mörk.
Andorra vann ekki leik í rúm tólf ár eða eða frá því í lok árs 2004 til byrjun árs 2017 þegar að það vann tvo af þremur fyrstu leikjum ársins, þar á meðan frábæran sigur á Ungverjalandi, 1-0, í undankeppni HM 2018.
Heimavöllur liðsins hefur verið mikið vígi undanfarin tvö ár en það hefur aðeins tapað þessum eina heimaleik á móti Portúgal í síðustu sex heimaleikjum.
Ronaldo sá síðasti sem náði að klára Andorra á útivelli

Tengdar fréttir

Ísland hefur ekki tapað fyrsta leik í undankeppni stórmóts í níu ár
Strákarnir okkar hefja undankeppni EM 2020 í Andorra í kvöld.

Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum
Ísland hefur mjög knappan tíma til að undirbúa sig fyrir leik gegn heimsmeisturum Frakklands.