Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2019 22:47 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sammælst um viðbrögð við beiðni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í kvöld að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. Fari svo að samningurinn verði felldur í breska þinginu í næstu viku frestist útgangan til 12. apríl. Hefur Tusk staðfest að May hafi samþykkt skilmálana. Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í morgun og hafa viðræður staðið í allan dag. May greindi frá því í gær að hún hafi formlega beðið um að útgöngunni yrði frestað til 30. júní. Nú er hins vegar ljóst að frestur sá sem ESB býður Bretum er mun styttri. Skýrist það af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 23. til 26. maí. Donald Tusk segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings.EU27 responds to UK requests in a positive spirit and: agrees to Art. 50 extension until 22 May if Withdrawal Agreement approved next week if not agreed next week then extension until 12 April approves ‘Strasbourg Agreement’ continues no-deal preparations — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist May skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af deilum stjórnmálamanna um útgönguna. Þá sagðist forsætisráðherrann ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.LIVE NOW - my remarks following the #EUCO working session on #Brexithttps://t.co/42y3hI5Z8p — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sammælst um viðbrögð við beiðni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í kvöld að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. Fari svo að samningurinn verði felldur í breska þinginu í næstu viku frestist útgangan til 12. apríl. Hefur Tusk staðfest að May hafi samþykkt skilmálana. Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í morgun og hafa viðræður staðið í allan dag. May greindi frá því í gær að hún hafi formlega beðið um að útgöngunni yrði frestað til 30. júní. Nú er hins vegar ljóst að frestur sá sem ESB býður Bretum er mun styttri. Skýrist það af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 23. til 26. maí. Donald Tusk segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings.EU27 responds to UK requests in a positive spirit and: agrees to Art. 50 extension until 22 May if Withdrawal Agreement approved next week if not agreed next week then extension until 12 April approves ‘Strasbourg Agreement’ continues no-deal preparations — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist May skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af deilum stjórnmálamanna um útgönguna. Þá sagðist forsætisráðherrann ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.LIVE NOW - my remarks following the #EUCO working session on #Brexithttps://t.co/42y3hI5Z8p — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43