Cristiano Ronaldo fékk ekki bann fyrir fagn sitt gegn Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu á dögunum en þarf að greiða sekt.
Ronaldo fagnaði einu marka sinna í 3-0 sigri Juventus með því að herma eftir fagni Diego Simeone þegar hann greip um klofið á sér er hann fagnaði marki Atletico í fyrri leik liðanna.
UEFA tók málið fyrir og ákvað að sekta Ronaldo um 17,700 pund. Simeone var sektaður um 17,000 pund fyrir upphaflega fagnið.
Juventus mætir Ajax, liðinu sem sló ríkjandi Evrópumeistara og fyrrverandi liðsfélaga Ronaldo í Real Madrid, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
