Ætlar ekki að kæra þjálfara Blika en stendur með Unni Töru Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 16:18 Antonio d'Albero er ekki á jólakortalistanum hjá KR. vísir/bára Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina en Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hyggst kvarta undan framkomu hans í sinn garð til KKÍ.Mbl.is greinir frá en Unnur sagði fyrst frá því á Facebook að að þjálfari Breiðabliks hafi verið með svívirðingar í sinn garð frá því að hún kom inn á í leik KR og Breiðabliks í gær og þær hafi haldið áfram í dágóða stund. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og skrifaði því aðeins um þetta á Facebook í gærkvöldi vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á framfæri. Svívirðingar þjálfarans byrjuðu um hálfri mínútu eftir að ég kom inn á og héldu áfram í dágóða stund. Hann lét ýmislegt flakka sem ég nefndi ekki á Facebook,“ segir Unnur Tara við mbl.is. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur upp málið á Facebook-síðu sinni og segist hafa upplifað svipaða framkomu í sinn garð frá d'Albero. „Sjálfur fékk ég það óþvegið frá sama aðila í sama leik. Það tók mig þó smá tíma að átta mig á að viðkomandi væri að kalla yfir til mín og bauna á mig. Á 27 ára starfsferli í þessari blessaðri þjálfun hef ég aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Óvirðingin, hrokinn, dónaskapurinn og pillurnar sem mér voru sendar er eitthvað sem þekkist ekki í þessum bransa,“ segir Benedikt. Hann bætir við að hann sé kominn með þykkan skráp eftir mörg ár í bransanum og ætli því ekki að kæra en hann styður Unni Töru 100 prósent í hennar máli því svona eigi ekki að líðast. „Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi aðili hagar sér svona og hefur verið kvartað undan honum áður. Ég vona samt að stelpurnar í deildinni þurfi ekki að hlusta á svona munnsöfnuð og blammeringar oftar,“ segir Benedikt Guðmundsson. Dominos-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Antonio d'Albero, þjálfari Breiðabliks í Domino´s-deild kvenna í körfubolta, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina en Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, hyggst kvarta undan framkomu hans í sinn garð til KKÍ.Mbl.is greinir frá en Unnur sagði fyrst frá því á Facebook að að þjálfari Breiðabliks hafi verið með svívirðingar í sinn garð frá því að hún kom inn á í leik KR og Breiðabliks í gær og þær hafi haldið áfram í dágóða stund. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og skrifaði því aðeins um þetta á Facebook í gærkvöldi vegna þess að ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á framfæri. Svívirðingar þjálfarans byrjuðu um hálfri mínútu eftir að ég kom inn á og héldu áfram í dágóða stund. Hann lét ýmislegt flakka sem ég nefndi ekki á Facebook,“ segir Unnur Tara við mbl.is. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur upp málið á Facebook-síðu sinni og segist hafa upplifað svipaða framkomu í sinn garð frá d'Albero. „Sjálfur fékk ég það óþvegið frá sama aðila í sama leik. Það tók mig þó smá tíma að átta mig á að viðkomandi væri að kalla yfir til mín og bauna á mig. Á 27 ára starfsferli í þessari blessaðri þjálfun hef ég aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta. Óvirðingin, hrokinn, dónaskapurinn og pillurnar sem mér voru sendar er eitthvað sem þekkist ekki í þessum bransa,“ segir Benedikt. Hann bætir við að hann sé kominn með þykkan skráp eftir mörg ár í bransanum og ætli því ekki að kæra en hann styður Unni Töru 100 prósent í hennar máli því svona eigi ekki að líðast. „Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem þessi aðili hagar sér svona og hefur verið kvartað undan honum áður. Ég vona samt að stelpurnar í deildinni þurfi ekki að hlusta á svona munnsöfnuð og blammeringar oftar,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira