Játaði loks morðið á Aleshu og dæmdur í lífstíðarfangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 14:40 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56