Ónæmar bakteríur fundust í íslensku kjöti og dýrum við skimun Matvælastofnunar árið 2018. Vaktað var fyrir tæplega 900 bakteríustofnum og voru sýni tekin úr svínum, lömbum, alifuglum og innlendu og erlendu svína- og alifuglakjöti.
Vöktunin var tvíþætt og var skimað fyrir sýklaónæmi í búfé og afurðum þeirra og prófað var fyrir ónæmi í sjúkdómsvaldandi örverum.
Engin breyting var á ónæmi E. coli baktería úr kjúklingum frá 2016-2018, en um fjórðungur E. coli baktería sem prófaðar voru fyrir sýklalyfjaónæmi reyndist ónæmur fyrir einum eða fleiri sýklalyfjaflokkum.
Auk vöktunar á alifuglum og svínum voru í fyrsta skipti tekin sýni úr íslenskum lömbum. Í þörmum um 4% lamba greindust sérstakar E. coli bakteríur sem bera þann eiginleika að geta myndað ónæmi gegn sýklalyfjum og eru líklegri til að vera fjölónæmar. Ekki er vitað hvernig ónæmar bakteríur bárust í lömbin eða hvort ónæmið hafi myndast í lömbunum.
Til eru dæmi um að fjölónæmar bakteríur hafi fundist í innfluttum matvælum hér á landi þar á meðal í svínakjöti frá Spáni sem var svo innkallað.
Sýklalyfjaónæmar bakteríur fundust í íslensku kjöti

Tengdar fréttir

Fleiri deyja vegna E. coli sýkingar í salati vestanhafs
Alls hafa fimm nú látist og um tvö hundruð veikst í E. Coli faraldri í Bandaríkjunum sem er talið að megi rekja til salats sem var ræktað í Arizona.