Segir SA hafa boðið ríflega 40 prósenta launahækkun Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 19:27 Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag. Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning. VR og Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinast formlega hinn 1. apríl næst komandi en Guðbrandur Einarsson var formaður þess félags og Landssambands verslunarmanna. Á sáttafundi með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun var viðræðum slitið og eftir það sagði Guðbrandur af sér formennsku í Landssambandinu. Hann segir formann VR hafa lagst gegn undirritun kjarasamnings sem nánast hafi verið í höfn í síðustu viku. Sá samningur hafi falið í sér styttingu vinnutíma um allt að 45 mínútur og verulegar launahækkanir. „Við vorum að sjá til dæmis í gestamóttökunni að við værum að horfa til rúmlega 40 prósenta launabreytingar á samningstímanum. Sem hefði hækkað launin þeirra um sirka 120 þúsund krónur á samningstímanum,” segir Guðbrandur.Skylda að hífa hópinn upp En eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, hafi mætt á samningafund í síðustu viku hafi ekkert orðið að undirritun samninga sem hefðu bætt stöðu fólks á taxtalaunum verulega. „Ég tel að við höfum skyldu til að hífa þennan hóp upp og okkur var að takast það. En einhverra hluta vegna snérust umræðurnar í síðustu viku og menn náðu ekki að klára þetta,” segir Guðbrandur. Það sé áherslumunur á milli hans og formanns VR. En sjálfur telji hann eðilegt að félagsmenn hefðu fengið að greiða atkvæði um þennan samning áður en fólki væri ýtt út í verkfall. Staða verslunarmanna sé um margt ólík stöðu félagsmanna í Eflingu og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins. „Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á að við séum að fara alla leið með Starfsgreinasambandinu eða Eflingu. Vegna þess að kjarasamningurinn okkar er bara allt öðru vísu. Ég hefði talið eðlilegt að Landsambandið og VR ættu að geta sameinast um að klára kjarasamning eins og við erum búin að vera að gera í áratugi,” segir Guðbrandur. Hann hefur verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár og formaður Landssambands verslunarmanna í sex ár. Kjörtímabil hans hefði lokið í haust en óhætt er að segja að samvinna hans og Ragnars Þórs hafi ekki verið góð. „Hann studdi það ekki að ég gæfi kost á mér sem varaforseti Alþýðusambandsins [á þingi ASÍ í október]. Hann studdi það ekki heldur að ég yrði endurkjörinn sem formaður landssambandsins. Hann hefur ekki verið minn helsti stuðningsmaður. Það liggur ljóst fyrir,” segir Guðbrandur. Ragnar Þór segir Guðbrand vera að ofmeta þá stöðu sem Landssamband verslunarmanna hafi verið komið í í viðræðunum. „Það er margt í þessu sem hefur ekki komið fram eins og til dæmis varðandi stórkostlega sölu réttinda sem að Starfsgreinasambandið, iðnaðarmenn og við höfum alfarið hafnað að fara í, á móti launahækkunum. Að vísu eru verslunarmenn í svolítið öðruvísi stöðu hvað þetta varðar vegna þess að verslunarmenn seldu frá sér þessi réttindi eins og eftirvinnuna árið 2004, minnir mig, þannig að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkar samning en hins vegar megum við ekki gleyma því að samtakamáttur þessara félaga hefur svo mikið að segja varðandi mikilvægar kerfisbreytingar sem við erum að reyna að ná fram gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ragnar Þór.Hlusta má á viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Tengdar fréttir Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Guðbrandur Einarsson sem sagði af sér formennsku í Landsambandi verslunarmanna í dag segir að hægt hafi verið að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku sem fært hefði lægst launaða hópnum rúmlega 40 prósenta launahækkun á samningstímanum og styttingu vinnutímans. Formaður VR hafi hins vegar lagst gegn því að skrifað væri undir nýjan kjarasamning. VR og Verslunarmannafélag Suðurnesja sameinast formlega hinn 1. apríl næst komandi en Guðbrandur Einarsson var formaður þess félags og Landssambands verslunarmanna. Á sáttafundi með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun var viðræðum slitið og eftir það sagði Guðbrandur af sér formennsku í Landssambandinu. Hann segir formann VR hafa lagst gegn undirritun kjarasamnings sem nánast hafi verið í höfn í síðustu viku. Sá samningur hafi falið í sér styttingu vinnutíma um allt að 45 mínútur og verulegar launahækkanir. „Við vorum að sjá til dæmis í gestamóttökunni að við værum að horfa til rúmlega 40 prósenta launabreytingar á samningstímanum. Sem hefði hækkað launin þeirra um sirka 120 þúsund krónur á samningstímanum,” segir Guðbrandur.Skylda að hífa hópinn upp En eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, hafi mætt á samningafund í síðustu viku hafi ekkert orðið að undirritun samninga sem hefðu bætt stöðu fólks á taxtalaunum verulega. „Ég tel að við höfum skyldu til að hífa þennan hóp upp og okkur var að takast það. En einhverra hluta vegna snérust umræðurnar í síðustu viku og menn náðu ekki að klára þetta,” segir Guðbrandur. Það sé áherslumunur á milli hans og formanns VR. En sjálfur telji hann eðilegt að félagsmenn hefðu fengið að greiða atkvæði um þennan samning áður en fólki væri ýtt út í verkfall. Staða verslunarmanna sé um margt ólík stöðu félagsmanna í Eflingu og annarra félaga innan Starfsgreinasambandsins. „Þess vegna á ég erfitt með að átta mig á að við séum að fara alla leið með Starfsgreinasambandinu eða Eflingu. Vegna þess að kjarasamningurinn okkar er bara allt öðru vísu. Ég hefði talið eðlilegt að Landsambandið og VR ættu að geta sameinast um að klára kjarasamning eins og við erum búin að vera að gera í áratugi,” segir Guðbrandur. Hann hefur verið formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja í 21 ár og formaður Landssambands verslunarmanna í sex ár. Kjörtímabil hans hefði lokið í haust en óhætt er að segja að samvinna hans og Ragnars Þórs hafi ekki verið góð. „Hann studdi það ekki að ég gæfi kost á mér sem varaforseti Alþýðusambandsins [á þingi ASÍ í október]. Hann studdi það ekki heldur að ég yrði endurkjörinn sem formaður landssambandsins. Hann hefur ekki verið minn helsti stuðningsmaður. Það liggur ljóst fyrir,” segir Guðbrandur. Ragnar Þór segir Guðbrand vera að ofmeta þá stöðu sem Landssamband verslunarmanna hafi verið komið í í viðræðunum. „Það er margt í þessu sem hefur ekki komið fram eins og til dæmis varðandi stórkostlega sölu réttinda sem að Starfsgreinasambandið, iðnaðarmenn og við höfum alfarið hafnað að fara í, á móti launahækkunum. Að vísu eru verslunarmenn í svolítið öðruvísi stöðu hvað þetta varðar vegna þess að verslunarmenn seldu frá sér þessi réttindi eins og eftirvinnuna árið 2004, minnir mig, þannig að þetta hefur ekki eins mikil áhrif á okkar samning en hins vegar megum við ekki gleyma því að samtakamáttur þessara félaga hefur svo mikið að segja varðandi mikilvægar kerfisbreytingar sem við erum að reyna að ná fram gagnvart stjórnvöldum,“ segir Ragnar Þór.Hlusta má á viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Tengdar fréttir Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38 „Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45 Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Ekki sammála því að menn hafi verið við það að loka samningi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, segist ekki sammála Guðbrandi Einarssyni, fyrrverandi formanni LÍV, að sambandið hafi verið með ágætis samning innan seilingar. 20. mars 2019 14:38
„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Landssambands íslenskra verslunarmanna sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. 20. mars 2019 11:45
Ragnar segir forystu SA vera að stórskaða samfélagið að óþörfu Verkfall meðal félagsmanna VR og Eflingar sem starfa á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum er áætlað á föstudag. 20. mars 2019 06:45