„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 11:45 Guðbrandur Einarsson kveður LÍV. Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09