Spá því að Ísland fari bakdyramegin inn á EM og þá bíða líklegast þessar þjóðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi á skotskónum í undankeppni EM. Getty/Philippe Crochet Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að fara bakdyramegin inn á EM 2020 samkvæmt spá úrslitaþjónustunnar Gracenote. Það eru 53 prósent líkur á því að Íslands komist á EM en aðeins 42 prósent líkur á því að Ísland náði öðru sætinu í riðlinum. Verði íslenska liðið í þriðja sæti þá þarf liðið að fara í gegnum umspilið sem fer fram í lok marsmánaðar 2020. Þar taka þær þjóðir þátt sem ekki komust á EM í gegnum riðla undankeppninnar. Samkvæmt spá Gracenote munu eftirtaldar tuttugu þjóðir komast beint á EM 2020. Frakkland, Belgía, Spánn, England, Holland, Portúgal, Þýskaland, Króatía, Sviss og Ítalía eiga að vinna sína riðla og Danmörk, Austurríki, Bosnía, Pólland, Serbía, Rússland, Tékkland, Wales, Svíþjóð og Tyrkland eru líklegust til að taka annað sætið í sínum riðlum. Í umspilinu myndi Ísland lenda á móti þjóðum sem væru ekki búnar að tryggja sig inn á EM. Mestar líkur eru á að í umspilinu með Íslandi verði þjóðir eins og Wales (52 prósent), Írland (50 prósent) og Slóvakía (50 prósent). Það er ljóst að leikir á móti þessum þjóðum verða allt annað en auðveldir og aðeins eitt af þessum fjórum þjóðum myndi geta unnið sér sæti á EM sem færi fram tæpum þremur mánuðum síðar. Ísland þarf að fara í gegn umspil A-deildarinnar og fær því alltaf sterkustu þjóðirnar sem hafa ekki þegar tryggt sér sæti á EM alls staðar. Lars Lagerbäck og lærisveinar í norska landsliðinu enda líklega einnig í umspili en ekki í umspilinu með Íslandi. Þeir myndu fara í gegn C-deildar umspilið og mæta þjóðum eins og Finnlandi, Skotland og Ungverjalandi. Gracenote telur það líklegast að í umspili B-deildarinnar endi Búlgaría, Norður-Írland, Ísrael og Úkraína. Í umspili D-deildarinnar verða líklega Hvíta-Rússland, Georgía, Kósovó og Makedónía. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að fara bakdyramegin inn á EM 2020 samkvæmt spá úrslitaþjónustunnar Gracenote. Það eru 53 prósent líkur á því að Íslands komist á EM en aðeins 42 prósent líkur á því að Ísland náði öðru sætinu í riðlinum. Verði íslenska liðið í þriðja sæti þá þarf liðið að fara í gegnum umspilið sem fer fram í lok marsmánaðar 2020. Þar taka þær þjóðir þátt sem ekki komust á EM í gegnum riðla undankeppninnar. Samkvæmt spá Gracenote munu eftirtaldar tuttugu þjóðir komast beint á EM 2020. Frakkland, Belgía, Spánn, England, Holland, Portúgal, Þýskaland, Króatía, Sviss og Ítalía eiga að vinna sína riðla og Danmörk, Austurríki, Bosnía, Pólland, Serbía, Rússland, Tékkland, Wales, Svíþjóð og Tyrkland eru líklegust til að taka annað sætið í sínum riðlum. Í umspilinu myndi Ísland lenda á móti þjóðum sem væru ekki búnar að tryggja sig inn á EM. Mestar líkur eru á að í umspilinu með Íslandi verði þjóðir eins og Wales (52 prósent), Írland (50 prósent) og Slóvakía (50 prósent). Það er ljóst að leikir á móti þessum þjóðum verða allt annað en auðveldir og aðeins eitt af þessum fjórum þjóðum myndi geta unnið sér sæti á EM sem færi fram tæpum þremur mánuðum síðar. Ísland þarf að fara í gegn umspil A-deildarinnar og fær því alltaf sterkustu þjóðirnar sem hafa ekki þegar tryggt sér sæti á EM alls staðar. Lars Lagerbäck og lærisveinar í norska landsliðinu enda líklega einnig í umspili en ekki í umspilinu með Íslandi. Þeir myndu fara í gegn C-deildar umspilið og mæta þjóðum eins og Finnlandi, Skotland og Ungverjalandi. Gracenote telur það líklegast að í umspili B-deildarinnar endi Búlgaría, Norður-Írland, Ísrael og Úkraína. Í umspili D-deildarinnar verða líklega Hvíta-Rússland, Georgía, Kósovó og Makedónía.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira