Segir tímabært að þjóðin fái eitthvað að segja um aðild að NATO Sylvía Hall skrifar 30. mars 2019 13:18 Andrés Ingi og fleiri þingmenn Vinstri grænna standa að málinu. Fréttablaðið/eyþór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Hann segir tímabært að þjóðin fái loksins eitthvað að segja um aðild Íslands að NATO. Atlantshafsbandalagið á sjötugsafmæli í apríl og er í dag sjötíu ár frá því að Alþingi ákvað að Ísland yrði stofnaðili að bandalaginu. Á sama tíma fóru mikil mótmæli fram vegna þess og segir Andrés Ingi þjóðina aldrei hafa verið spurða um það framsal á fullveldi sem í því fólst. „Í gegnum NATO hefur Ísland ítrekað orðið aðili að stríðsátökum, ýmist beint eða óbeint. Auk þess eru kjarnorkuvopn grundvallarþáttur í hernaðarstefnu NATO sem byggist á því að bandalagið áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði.“ Andrés Ingi segir aðild landsins að bandalaginu stangast á við þá ímynd sem almenningur hefur af Íslandi og hún gangi þvert á þann friðarboðskap sem við getum komið á framfæri sem herlaus þjóð. Hann segir 44% Íslendinga halda að Ísland sé hlutlaust í hernaðarmálum og 57% telja öryggi Íslands best tryggt með herleysi og friðsamleg tengsl við nágrannaríki en aðeins 17% telja aðild að NATO stuðla að því. Ásamt Andrési Inga eru flutningsmenn þau Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi NATO Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira