Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 12:35 Bolsonaro hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á herforingjastjórninni sem stýrði Brasilíu með harðri hendi í rúma tvo áratugi. Vísir/EPA Brasilíska þingið þarf að samþykkja að haldinn verði viðburður til að fagna því að fimmtíu og fimm ára verða liðin frá valdaráni hersins. Þetta var niðurstaða dómara sem sneri við ákvörðun Jair Bolsonaro, öfgahægrisinnaðs forseta Brasilíu, um að fagna tímamótunum. Bolsonaro, sem hefur ítrekað mært herforingjastjórnin sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár, skipaði hernum að undirbúa hátíðarhöld til að minnast valdaránsins árið 1964. Talið er að herforingjastjórnin hafi drepið eða látið hverfa að minnsta kosti 434 Brasilíumenn á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Fjöldi manns til viðbótar var fangelsaður og pyntaður. Ákvörðun forsetans hafði verið harðlega gagnrýnd. Sjálfur sagði hann viðburðinum ætlað að minnast tímabilsins frekar en að heiðra stjórn hersins í sjálfu sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að viðburðurinn stríddi gegn endurreisn lýðræðis í Brasilíu og að þingið yrði að samþykkja að halda hátíðarhöld af þessu tagi. Bolsonaro var sjálfur liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Enginn embættismaður herforingjastjórnarinnar hefur nokkurn tímann verið sóttur til saka fyrir glæpi sem framdir voru í tíð hennar. Brasilía Tengdar fréttir Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað Innan við helmingur svarenda í nýrri könnun segist treysta Brasilíuforseta og þeim sem segjast vantreysta honum hefur fjölgað um tæpan þriðjung frá því í janúar. 20. mars 2019 22:14 Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. 19. mars 2019 23:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Brasilíska þingið þarf að samþykkja að haldinn verði viðburður til að fagna því að fimmtíu og fimm ára verða liðin frá valdaráni hersins. Þetta var niðurstaða dómara sem sneri við ákvörðun Jair Bolsonaro, öfgahægrisinnaðs forseta Brasilíu, um að fagna tímamótunum. Bolsonaro, sem hefur ítrekað mært herforingjastjórnin sem réði ríkjum í Brasilíu í 21 ár, skipaði hernum að undirbúa hátíðarhöld til að minnast valdaránsins árið 1964. Talið er að herforingjastjórnin hafi drepið eða látið hverfa að minnsta kosti 434 Brasilíumenn á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Fjöldi manns til viðbótar var fangelsaður og pyntaður. Ákvörðun forsetans hafði verið harðlega gagnrýnd. Sjálfur sagði hann viðburðinum ætlað að minnast tímabilsins frekar en að heiðra stjórn hersins í sjálfu sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að viðburðurinn stríddi gegn endurreisn lýðræðis í Brasilíu og að þingið yrði að samþykkja að halda hátíðarhöld af þessu tagi. Bolsonaro var sjálfur liðsforingi í hernum áður en hann sneri sér að stjórnmálum. Enginn embættismaður herforingjastjórnarinnar hefur nokkurn tímann verið sóttur til saka fyrir glæpi sem framdir voru í tíð hennar.
Brasilía Tengdar fréttir Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað Innan við helmingur svarenda í nýrri könnun segist treysta Brasilíuforseta og þeim sem segjast vantreysta honum hefur fjölgað um tæpan þriðjung frá því í janúar. 20. mars 2019 22:14 Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. 19. mars 2019 23:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Vinsældir ríkisstjórnar Bolsonaro hafa hrapað Innan við helmingur svarenda í nýrri könnun segist treysta Brasilíuforseta og þeim sem segjast vantreysta honum hefur fjölgað um tæpan þriðjung frá því í janúar. 20. mars 2019 22:14
Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. 19. mars 2019 23:45