Útganga Breta úr ESB er í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. mars 2019 08:00 Stöðugleikinn sem Theresa May forsætisráðherra lofaði í kosningabaráttunni árið 2017 virðist aldrei hafa orðið að raunveruleika. Vísir/Getty Upphafleg útgöngudagsetning Breta er komin og farin. Bretar hefðu átt að ganga út úr Evrópusambandinu í gær en sundrung á þingi og vanþóknun með þann samning sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May gerði við sambandið um útgönguna hafa orðið þess valdandi að algjör pattstaða er í málinu og sjálf útgangan gæti verið í hættu. Aðdragandinn að því að Bretar gátu ekki staðið við útgönguna er langur. Einfaldast er að segja að atburðarásin hafi byrjað þann 23. janúar 2013. David Cameron, þá forsætisráðherra, hét því að breska þjóðin fengi að eiga lokaorðið um sambandið við Evrópusambandið fyrir árið 2017.Staðið við loforð Svo fór að Íhaldsflokkurinn og Cameron fengu hreinan meirihluta á þingi. Voru reyndar ekki með nema 37 prósent atkvæða á bak við sig. Cameron stóð við gefin loforð og atkvæðagreiðslan fór fram í júní 2016. Kosningabaráttan í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var hörð. Cameron barðist sjálfur gegn Brexit, sem og Theresa May, en það dugði ekki til. Þvert á skoðanakannanir og spár sérfræðinga greiddu Bretar atkvæði með útgöngu. 51,89 prósent gegn 48,11 prósentum. Cameron sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og May tók við.Viðræður og kosningar May virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars 2017 og þannig hófust hinar eiginlegu viðræður um útgöngu Breta. Tvö ár voru þá til stefnu til þess að útkljá málið. Íhaldsflokkurinn mældist á þessum tíma mun betur en andstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, í kosningum. Verkamenn höfðu þá skipt um leiðtoga og Jeremy Corbyn, sem áður var á vinstri jaðri flokksins, var kominn í leiðtogasætið. Forsætisráðherrann tilkynnti þann 18. apríl um að ríkisstjórnin ætlaði að boða til nýrra þingkosninga þann 8. júní. Þörf væri á sterkri og stöðugri ríkisstjórn í Brexit-ferlinu og meiri einingu á þingi. Þannig vonaðist May líklegast til þess að geta aukið við meirihluta sinn. Corbyn var þó ekki jafn óvinsæll á meðal almennings og Íhaldsflokkurinn virðist hafa stólað á. BBC greindi kosningabaráttuna sem svo að May hefði gert mistök með því að til dæmis sniðganga kappræður og bregðast ekki við óvæntu flugi Verkamannaflokksins. Þegar upp var staðið tapaði Íhaldsflokkurinn þrettán þingsætum og þar með meirihluta sínum á þingi. Við tóku viðræður við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP), norðurírskan íhaldsflokk, um stuðning við minnihlutastjórn. Það gekk upp en óhætt er að segja að með því að tapa meirihlutanum mistókst May algjörlega að tryggja það sem hún kallaði styrk og stöðugleika.Frá mótmælum stuðningsmanna Brexit í London í gær. Gærdagurinn átti að vera útgöngudagurinn úr ESB.Vísir/EPAÓstöðugleiki Það má gróflega skipta útgöngumöguleikum í tvennt. Annars vegar svokallaða mjúka útgöngu, sem felur í sér nánari tengsl við ESB, eða harða útgöngu, sem felur í sér hið gagnstæða. Íhaldsflokkurinn er langt frá því að vera samstíga um hvor nálgunin sé betri. Þegar May markaði stefnu í júlí í fyrra sem kallaðist „Chequers-áætlunin“ var greinilega stefnt að mjúkri útgöngu. Það féll ekki í kramið hjá hörðum Brexit-liðum innan ríkisstjórnarinnar og sögðu þeir David Davis og Boris Johnson, Brexitmála- og utanríkismálaráðherrar, af sér vegna áætlunarinnar. Fleiri ráðherrar sögðu af sér á næstu mánuðum vegna óánægju með gang mála í viðræðum og loks með samninginn þegar hann lá fyrir í nóvember.Samningurinn Einna mest óánægja var með ákvæði samningsins um neyðarúrræði um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, þar með Bretlands. Ákvæðið felur í sér að sé ekki komist að frekara samkomulagi muni Norður-Írar falla undir stærri hluta regluverks ESB en önnur svæði Bretlands til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það gátu hvorki DUP né margir Íhaldsmenn stutt. May ákvað því í desember að fresta atkvæðagreiðslu um samninginn á þingi til að freista þess að fá honum breytt. Í kjölfarið fylgdi atkvæðagreiðsla um vantraust innan Íhaldsflokksins sem May stóð af sér. Átti seinna eftir að standa af sér vantraust á þingi í janúar. May tókst ekki að fá samningnum breytt svo hægt væri að tryggja meirihluta. Hann var felldur með sögulega miklum mun í janúar og svo aftur þann 12. mars.Tíminn á þrotum Tími var af skornum skammti og nær enginn vildi samningslausa útgöngu. Því sóttu Bretar um að útgöngu yrði frestað. Ef þingið hefði samþykkt útgöngusamning May fengju Bretar frest til 22. maí. Ef ekki þá þyrftu Bretar annaðhvort að fara út án samnings þann 12. apríl eða að koma sér saman um aðra nálgun. Bretar reyndu að finna aðra nálgun fyrr í vikunni en ekki fékkst meirihluti utan um neina af þeim átta tillögum sem atkvæði var greitt um á miðvikudag. Þriðja atkvæðagreiðslan um samning May fór því, eins og sagt er frá framar í blaðinu, fram í gær. Þá var samningurinn felldur í þriðja skipti. Bretar ætla að ræða um aðra valmöguleika á mánudaginn. Ef það tekst ekki flækist staðan enn og hugsanlega yrði útgöngunni jafnvel frestað ótímabundið eða aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Upphafleg útgöngudagsetning Breta er komin og farin. Bretar hefðu átt að ganga út úr Evrópusambandinu í gær en sundrung á þingi og vanþóknun með þann samning sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May gerði við sambandið um útgönguna hafa orðið þess valdandi að algjör pattstaða er í málinu og sjálf útgangan gæti verið í hættu. Aðdragandinn að því að Bretar gátu ekki staðið við útgönguna er langur. Einfaldast er að segja að atburðarásin hafi byrjað þann 23. janúar 2013. David Cameron, þá forsætisráðherra, hét því að breska þjóðin fengi að eiga lokaorðið um sambandið við Evrópusambandið fyrir árið 2017.Staðið við loforð Svo fór að Íhaldsflokkurinn og Cameron fengu hreinan meirihluta á þingi. Voru reyndar ekki með nema 37 prósent atkvæða á bak við sig. Cameron stóð við gefin loforð og atkvæðagreiðslan fór fram í júní 2016. Kosningabaráttan í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var hörð. Cameron barðist sjálfur gegn Brexit, sem og Theresa May, en það dugði ekki til. Þvert á skoðanakannanir og spár sérfræðinga greiddu Bretar atkvæði með útgöngu. 51,89 prósent gegn 48,11 prósentum. Cameron sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og May tók við.Viðræður og kosningar May virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars 2017 og þannig hófust hinar eiginlegu viðræður um útgöngu Breta. Tvö ár voru þá til stefnu til þess að útkljá málið. Íhaldsflokkurinn mældist á þessum tíma mun betur en andstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, í kosningum. Verkamenn höfðu þá skipt um leiðtoga og Jeremy Corbyn, sem áður var á vinstri jaðri flokksins, var kominn í leiðtogasætið. Forsætisráðherrann tilkynnti þann 18. apríl um að ríkisstjórnin ætlaði að boða til nýrra þingkosninga þann 8. júní. Þörf væri á sterkri og stöðugri ríkisstjórn í Brexit-ferlinu og meiri einingu á þingi. Þannig vonaðist May líklegast til þess að geta aukið við meirihluta sinn. Corbyn var þó ekki jafn óvinsæll á meðal almennings og Íhaldsflokkurinn virðist hafa stólað á. BBC greindi kosningabaráttuna sem svo að May hefði gert mistök með því að til dæmis sniðganga kappræður og bregðast ekki við óvæntu flugi Verkamannaflokksins. Þegar upp var staðið tapaði Íhaldsflokkurinn þrettán þingsætum og þar með meirihluta sínum á þingi. Við tóku viðræður við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP), norðurírskan íhaldsflokk, um stuðning við minnihlutastjórn. Það gekk upp en óhætt er að segja að með því að tapa meirihlutanum mistókst May algjörlega að tryggja það sem hún kallaði styrk og stöðugleika.Frá mótmælum stuðningsmanna Brexit í London í gær. Gærdagurinn átti að vera útgöngudagurinn úr ESB.Vísir/EPAÓstöðugleiki Það má gróflega skipta útgöngumöguleikum í tvennt. Annars vegar svokallaða mjúka útgöngu, sem felur í sér nánari tengsl við ESB, eða harða útgöngu, sem felur í sér hið gagnstæða. Íhaldsflokkurinn er langt frá því að vera samstíga um hvor nálgunin sé betri. Þegar May markaði stefnu í júlí í fyrra sem kallaðist „Chequers-áætlunin“ var greinilega stefnt að mjúkri útgöngu. Það féll ekki í kramið hjá hörðum Brexit-liðum innan ríkisstjórnarinnar og sögðu þeir David Davis og Boris Johnson, Brexitmála- og utanríkismálaráðherrar, af sér vegna áætlunarinnar. Fleiri ráðherrar sögðu af sér á næstu mánuðum vegna óánægju með gang mála í viðræðum og loks með samninginn þegar hann lá fyrir í nóvember.Samningurinn Einna mest óánægja var með ákvæði samningsins um neyðarúrræði um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, þar með Bretlands. Ákvæðið felur í sér að sé ekki komist að frekara samkomulagi muni Norður-Írar falla undir stærri hluta regluverks ESB en önnur svæði Bretlands til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það gátu hvorki DUP né margir Íhaldsmenn stutt. May ákvað því í desember að fresta atkvæðagreiðslu um samninginn á þingi til að freista þess að fá honum breytt. Í kjölfarið fylgdi atkvæðagreiðsla um vantraust innan Íhaldsflokksins sem May stóð af sér. Átti seinna eftir að standa af sér vantraust á þingi í janúar. May tókst ekki að fá samningnum breytt svo hægt væri að tryggja meirihluta. Hann var felldur með sögulega miklum mun í janúar og svo aftur þann 12. mars.Tíminn á þrotum Tími var af skornum skammti og nær enginn vildi samningslausa útgöngu. Því sóttu Bretar um að útgöngu yrði frestað. Ef þingið hefði samþykkt útgöngusamning May fengju Bretar frest til 22. maí. Ef ekki þá þyrftu Bretar annaðhvort að fara út án samnings þann 12. apríl eða að koma sér saman um aðra nálgun. Bretar reyndu að finna aðra nálgun fyrr í vikunni en ekki fékkst meirihluti utan um neina af þeim átta tillögum sem atkvæði var greitt um á miðvikudag. Þriðja atkvæðagreiðslan um samning May fór því, eins og sagt er frá framar í blaðinu, fram í gær. Þá var samningurinn felldur í þriðja skipti. Bretar ætla að ræða um aðra valmöguleika á mánudaginn. Ef það tekst ekki flækist staðan enn og hugsanlega yrði útgöngunni jafnvel frestað ótímabundið eða aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49