Sjáið súpersendinguna frá Dani og leikgreiningu Finns á einvígum stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 16:30 Finnur Freyr Stefánsson fer yfir leik Stjörnunnar. Skjámynd/S2 Sport Finnur Freyr Stefánsson fór yfir einvígin í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Valur og Stjarnan eru bæði komin í 2-0 á móti KR og Keflavík og vantar því aðeins einn sigur í viðbóta til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Danielle Rodriguez hefur verið frábær fyrir Stjörnuna í fyrstu tveimur leikjunum á móti Keflavík og það ekki síst henni að þakka að Stjarnan er óvænt komið í 2-0 í einvíginu. Danielle Rodriguez er með 23,5 stig, 10,5 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Finnur Freyr skoðaði hvað Keflavíkurliðið var að reyna að gera á móti henni í síðasta leik þegar hún var með 22 stig og 13 stoðsendingar. Finnur fór þar meðal annars yfir hvernig Keflavíkurliðið var að reyna að ögra Stjörnukonum í að taka skotin fyrir utan. Keflavíkurstelpurnar reyndu ítrekað að loka öllum svæðunum inn í teig. Þær ætluðu að lifa með skotum frá öðum leikmönnum Stjörnuliðsins en Danielle Rodriguez. „Það sem Pétur gerir til þess að breyta þessu er að hann setur skotmann inn á í fjarkann og það er yfirleitt hún Veronika. Í staðinn fyrir að vera bæði með Ragnheiði og Jóhönnu inn á þá höfðu þær eina stóra stelpur og svo þrjár skyttur,“ sagði Finnur sem sýndi það að breyta uppstillingunni á liðinu sínu og seta aukaskotmann inn á völlinn þá sá Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, við uppleggi Keflavíkurliðsins. Þarna mátti meðal annars sjá súpersendingu Danielle Rodriguez á Ragnheiði Benónísdóttur sem kemur eftir 2:13 í myndbandinu hér fyrir neðan. Finnur skoðaði líka seríu Vals og KR sem ólíkt hinni seríunni fer miklu meira fram inn í teig. „Það er ekki bara Valsliðið því það er líka KR-liðið,“ sagði Finnur. „Það er skemmtilega mikill munur á þessum seríum,“ sagði Finnur. Hann fór siðan yfir það hvernig Helena er ógnun út um allan völl og hvað hefur mikið breyst síðan að þessi frábæra körfuboltakonan kom fram sem leikstjórnandi í Haukaliðnu fyrir fimmtán árum. „Mér finnst Valsliðið samt vera svolítið mikið að leita að Helenu og það er hættulegt til langs tíma litið. KR hefur verið að hlaupa sinn sóknarleik mjög vel og Valur er að klikka á hlutum af því að KR-liðið er þolinmótt,“ sagði Finnur. Það má sjá alla greiningu hans hér fyrir neðan.Klippa: Finnur Freyr leikgreinir einvígi stelpnanna Dominos-deild kvenna Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson fór yfir einvígin í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Valur og Stjarnan eru bæði komin í 2-0 á móti KR og Keflavík og vantar því aðeins einn sigur í viðbóta til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Danielle Rodriguez hefur verið frábær fyrir Stjörnuna í fyrstu tveimur leikjunum á móti Keflavík og það ekki síst henni að þakka að Stjarnan er óvænt komið í 2-0 í einvíginu. Danielle Rodriguez er með 23,5 stig, 10,5 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Finnur Freyr skoðaði hvað Keflavíkurliðið var að reyna að gera á móti henni í síðasta leik þegar hún var með 22 stig og 13 stoðsendingar. Finnur fór þar meðal annars yfir hvernig Keflavíkurliðið var að reyna að ögra Stjörnukonum í að taka skotin fyrir utan. Keflavíkurstelpurnar reyndu ítrekað að loka öllum svæðunum inn í teig. Þær ætluðu að lifa með skotum frá öðum leikmönnum Stjörnuliðsins en Danielle Rodriguez. „Það sem Pétur gerir til þess að breyta þessu er að hann setur skotmann inn á í fjarkann og það er yfirleitt hún Veronika. Í staðinn fyrir að vera bæði með Ragnheiði og Jóhönnu inn á þá höfðu þær eina stóra stelpur og svo þrjár skyttur,“ sagði Finnur sem sýndi það að breyta uppstillingunni á liðinu sínu og seta aukaskotmann inn á völlinn þá sá Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, við uppleggi Keflavíkurliðsins. Þarna mátti meðal annars sjá súpersendingu Danielle Rodriguez á Ragnheiði Benónísdóttur sem kemur eftir 2:13 í myndbandinu hér fyrir neðan. Finnur skoðaði líka seríu Vals og KR sem ólíkt hinni seríunni fer miklu meira fram inn í teig. „Það er ekki bara Valsliðið því það er líka KR-liðið,“ sagði Finnur. „Það er skemmtilega mikill munur á þessum seríum,“ sagði Finnur. Hann fór siðan yfir það hvernig Helena er ógnun út um allan völl og hvað hefur mikið breyst síðan að þessi frábæra körfuboltakonan kom fram sem leikstjórnandi í Haukaliðnu fyrir fimmtán árum. „Mér finnst Valsliðið samt vera svolítið mikið að leita að Helenu og það er hættulegt til langs tíma litið. KR hefur verið að hlaupa sinn sóknarleik mjög vel og Valur er að klikka á hlutum af því að KR-liðið er þolinmótt,“ sagði Finnur. Það má sjá alla greiningu hans hér fyrir neðan.Klippa: Finnur Freyr leikgreinir einvígi stelpnanna
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira