Sjáið súpersendinguna frá Dani og leikgreiningu Finns á einvígum stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 16:30 Finnur Freyr Stefánsson fer yfir leik Stjörnunnar. Skjámynd/S2 Sport Finnur Freyr Stefánsson fór yfir einvígin í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Valur og Stjarnan eru bæði komin í 2-0 á móti KR og Keflavík og vantar því aðeins einn sigur í viðbóta til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Danielle Rodriguez hefur verið frábær fyrir Stjörnuna í fyrstu tveimur leikjunum á móti Keflavík og það ekki síst henni að þakka að Stjarnan er óvænt komið í 2-0 í einvíginu. Danielle Rodriguez er með 23,5 stig, 10,5 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Finnur Freyr skoðaði hvað Keflavíkurliðið var að reyna að gera á móti henni í síðasta leik þegar hún var með 22 stig og 13 stoðsendingar. Finnur fór þar meðal annars yfir hvernig Keflavíkurliðið var að reyna að ögra Stjörnukonum í að taka skotin fyrir utan. Keflavíkurstelpurnar reyndu ítrekað að loka öllum svæðunum inn í teig. Þær ætluðu að lifa með skotum frá öðum leikmönnum Stjörnuliðsins en Danielle Rodriguez. „Það sem Pétur gerir til þess að breyta þessu er að hann setur skotmann inn á í fjarkann og það er yfirleitt hún Veronika. Í staðinn fyrir að vera bæði með Ragnheiði og Jóhönnu inn á þá höfðu þær eina stóra stelpur og svo þrjár skyttur,“ sagði Finnur sem sýndi það að breyta uppstillingunni á liðinu sínu og seta aukaskotmann inn á völlinn þá sá Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, við uppleggi Keflavíkurliðsins. Þarna mátti meðal annars sjá súpersendingu Danielle Rodriguez á Ragnheiði Benónísdóttur sem kemur eftir 2:13 í myndbandinu hér fyrir neðan. Finnur skoðaði líka seríu Vals og KR sem ólíkt hinni seríunni fer miklu meira fram inn í teig. „Það er ekki bara Valsliðið því það er líka KR-liðið,“ sagði Finnur. „Það er skemmtilega mikill munur á þessum seríum,“ sagði Finnur. Hann fór siðan yfir það hvernig Helena er ógnun út um allan völl og hvað hefur mikið breyst síðan að þessi frábæra körfuboltakonan kom fram sem leikstjórnandi í Haukaliðnu fyrir fimmtán árum. „Mér finnst Valsliðið samt vera svolítið mikið að leita að Helenu og það er hættulegt til langs tíma litið. KR hefur verið að hlaupa sinn sóknarleik mjög vel og Valur er að klikka á hlutum af því að KR-liðið er þolinmótt,“ sagði Finnur. Það má sjá alla greiningu hans hér fyrir neðan.Klippa: Finnur Freyr leikgreinir einvígi stelpnanna Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson fór yfir einvígin í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Valur og Stjarnan eru bæði komin í 2-0 á móti KR og Keflavík og vantar því aðeins einn sigur í viðbóta til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Danielle Rodriguez hefur verið frábær fyrir Stjörnuna í fyrstu tveimur leikjunum á móti Keflavík og það ekki síst henni að þakka að Stjarnan er óvænt komið í 2-0 í einvíginu. Danielle Rodriguez er með 23,5 stig, 10,5 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Finnur Freyr skoðaði hvað Keflavíkurliðið var að reyna að gera á móti henni í síðasta leik þegar hún var með 22 stig og 13 stoðsendingar. Finnur fór þar meðal annars yfir hvernig Keflavíkurliðið var að reyna að ögra Stjörnukonum í að taka skotin fyrir utan. Keflavíkurstelpurnar reyndu ítrekað að loka öllum svæðunum inn í teig. Þær ætluðu að lifa með skotum frá öðum leikmönnum Stjörnuliðsins en Danielle Rodriguez. „Það sem Pétur gerir til þess að breyta þessu er að hann setur skotmann inn á í fjarkann og það er yfirleitt hún Veronika. Í staðinn fyrir að vera bæði með Ragnheiði og Jóhönnu inn á þá höfðu þær eina stóra stelpur og svo þrjár skyttur,“ sagði Finnur sem sýndi það að breyta uppstillingunni á liðinu sínu og seta aukaskotmann inn á völlinn þá sá Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, við uppleggi Keflavíkurliðsins. Þarna mátti meðal annars sjá súpersendingu Danielle Rodriguez á Ragnheiði Benónísdóttur sem kemur eftir 2:13 í myndbandinu hér fyrir neðan. Finnur skoðaði líka seríu Vals og KR sem ólíkt hinni seríunni fer miklu meira fram inn í teig. „Það er ekki bara Valsliðið því það er líka KR-liðið,“ sagði Finnur. „Það er skemmtilega mikill munur á þessum seríum,“ sagði Finnur. Hann fór siðan yfir það hvernig Helena er ógnun út um allan völl og hvað hefur mikið breyst síðan að þessi frábæra körfuboltakonan kom fram sem leikstjórnandi í Haukaliðnu fyrir fimmtán árum. „Mér finnst Valsliðið samt vera svolítið mikið að leita að Helenu og það er hættulegt til langs tíma litið. KR hefur verið að hlaupa sinn sóknarleik mjög vel og Valur er að klikka á hlutum af því að KR-liðið er þolinmótt,“ sagði Finnur. Það má sjá alla greiningu hans hér fyrir neðan.Klippa: Finnur Freyr leikgreinir einvígi stelpnanna
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira