Segir umræðuna of sjálfhverfa Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. apríl 2019 06:15 Óvenjuvel var mætt á þingfund þegar umræða um þriðja orkupakkann hófst í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Áhyggjur manna af fullveldi þjóðarinnar og forræði yfir orkuauðlindum landsins voru ræddar á Alþingi í gær þegar umræða hófst á Alþingi um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Allir fræðimenn sem að málinu koma eru nú sammála um að innleiðing þriðja orkupakkans með þeim hætti sem hér er lagt til stenst fyllilega íslenska stjórnskipan,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í ræðu sinni og gerði grein fyrir þeim búningi sem málið hefur verið sett í til að bregðast við áhyggjum af framsali valdheimilda. Sá búningur felur meðal annars í sér þann lagalega fyrirvara í frumvarpi iðnaðarráðherra að sæstrengur verði ekki lagður nema með samþykki Alþingis og að undangenginni skoðun á því hvort reglurnar standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ráðherra fór yfir þær áhyggjur sem helst hefur verið haldið á lofti og stjórnvöld hafi tekið til sérstakrar skoðunar. „Sú gagnrýni á reyndar ekkert skylt við þær linnulausu rangfærslur og útúrsnúninga sem því miður hafa einkennt almenna umræðu um málið,“ sagði Guðlaugur en þingmönnum varð tíðrætt um gæði umræðunnar um orkumál í samfélaginu á síðustu misserum. „Mig langar því að nýta þetta tækifæri til að spyrja nokkurra þeirra spurninga sem hafa verið áberandi í umræðunni og vonandi gefa hæstvirtum ráðherra tækifæri til að koma með skýr svör fyrir umræðuna fram undan,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvörum við ræðu ráðherra. Hún spurði fyrst hvort eitthvað í löggjöfinni hefði þau áhrif að raforkumannvirki eða dreifing orkunnar verði ekki lengur í opinberri eigu, hvort eitthvað í löggjöfinni hefði áhrif á vald Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar og í þriðja lagi hvort þriðji orkupakkinn legði á einhvern hátt skyldu á ríkið til að leggja sæstreng. Guðlaugur svaraði öllum spurningum þingmannsins neitandi og sagðist ekki þekkja til neins fræðimanns sem héldi þessum fullyrðingum fram. Þingmenn Miðflokksins lýstu flestir efasemdum um að lagalegir fyrirvarar sem byggt er á við innleiðinguna nægi til að leysa ríkið undan þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum. Var þeim svarað með vísan til þess að Íslendingar eru ekki þátttakendur á innri raforkumarkaðinum þar sem enginn sæstrengur hefur verið lagður frá Íslandi. Ríkið verði aðeins háð bindandi eftirliti hinnar umdeildu eftirlitsstofnunar ACER, ákveði Alþingi að leggja sæstreng, en annars ekki. Umræður í þinginu lutu einnig að því hvort nokkurt gagn væri að innleiðingu orkupakkans fyrir Ísland. „Það snýst ekki alltaf um okkur. Við megum ekki nálgast svona umræðu af svona mikilli sjálfhverfu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og bætti við: „Við erum erum 300 þúsund manna þjóð og hluti af 500 milljóna manna markaði og stundum erum við að innleiða hluti sem snerta okkur afskaplega lítið. En það dregur ekkert úr gildi þeirra innleiðinga eða mikilvægi þess að við tökum þátt í áframhaldandi þróun evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Þorsteinn og lét þess getið að sá samningur væri ekki til sem hefði jafnmikið vægi fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili samningurinn um evrópska efnahagssvæðið. Umræðunni verður framhaldið á Alþingi eftir hádegi í dag. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Áhyggjur manna af fullveldi þjóðarinnar og forræði yfir orkuauðlindum landsins voru ræddar á Alþingi í gær þegar umræða hófst á Alþingi um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Allir fræðimenn sem að málinu koma eru nú sammála um að innleiðing þriðja orkupakkans með þeim hætti sem hér er lagt til stenst fyllilega íslenska stjórnskipan,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í ræðu sinni og gerði grein fyrir þeim búningi sem málið hefur verið sett í til að bregðast við áhyggjum af framsali valdheimilda. Sá búningur felur meðal annars í sér þann lagalega fyrirvara í frumvarpi iðnaðarráðherra að sæstrengur verði ekki lagður nema með samþykki Alþingis og að undangenginni skoðun á því hvort reglurnar standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Ráðherra fór yfir þær áhyggjur sem helst hefur verið haldið á lofti og stjórnvöld hafi tekið til sérstakrar skoðunar. „Sú gagnrýni á reyndar ekkert skylt við þær linnulausu rangfærslur og útúrsnúninga sem því miður hafa einkennt almenna umræðu um málið,“ sagði Guðlaugur en þingmönnum varð tíðrætt um gæði umræðunnar um orkumál í samfélaginu á síðustu misserum. „Mig langar því að nýta þetta tækifæri til að spyrja nokkurra þeirra spurninga sem hafa verið áberandi í umræðunni og vonandi gefa hæstvirtum ráðherra tækifæri til að koma með skýr svör fyrir umræðuna fram undan,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í andsvörum við ræðu ráðherra. Hún spurði fyrst hvort eitthvað í löggjöfinni hefði þau áhrif að raforkumannvirki eða dreifing orkunnar verði ekki lengur í opinberri eigu, hvort eitthvað í löggjöfinni hefði áhrif á vald Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar og í þriðja lagi hvort þriðji orkupakkinn legði á einhvern hátt skyldu á ríkið til að leggja sæstreng. Guðlaugur svaraði öllum spurningum þingmannsins neitandi og sagðist ekki þekkja til neins fræðimanns sem héldi þessum fullyrðingum fram. Þingmenn Miðflokksins lýstu flestir efasemdum um að lagalegir fyrirvarar sem byggt er á við innleiðinguna nægi til að leysa ríkið undan þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum. Var þeim svarað með vísan til þess að Íslendingar eru ekki þátttakendur á innri raforkumarkaðinum þar sem enginn sæstrengur hefur verið lagður frá Íslandi. Ríkið verði aðeins háð bindandi eftirliti hinnar umdeildu eftirlitsstofnunar ACER, ákveði Alþingi að leggja sæstreng, en annars ekki. Umræður í þinginu lutu einnig að því hvort nokkurt gagn væri að innleiðingu orkupakkans fyrir Ísland. „Það snýst ekki alltaf um okkur. Við megum ekki nálgast svona umræðu af svona mikilli sjálfhverfu,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og bætti við: „Við erum erum 300 þúsund manna þjóð og hluti af 500 milljóna manna markaði og stundum erum við að innleiða hluti sem snerta okkur afskaplega lítið. En það dregur ekkert úr gildi þeirra innleiðinga eða mikilvægi þess að við tökum þátt í áframhaldandi þróun evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Þorsteinn og lét þess getið að sá samningur væri ekki til sem hefði jafnmikið vægi fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili samningurinn um evrópska efnahagssvæðið. Umræðunni verður framhaldið á Alþingi eftir hádegi í dag.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38