Rúmur fjórðungur vill flytja inn kjöt frá Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 13:01 Könnunin bendir til þess að Íslendingur séu almennt á móti innflutningi á evrópsku kjöti. Fréttablaðið/Stefán Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina. Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi. Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti. Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur. Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi. Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%). Landbúnaður Neytendur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina. Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi. Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti. Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur. Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi. Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%).
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum