Borgin ánægð með árangurinn af mótvægisaðgerðum vegna svifryksmengunar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 10:42 Mengunin nálgaðist heilsuverndarmörk við Grenssástöðina klukkan 10 í morgun. Vísir/Vilhelm Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki. Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gildi svifryksmengunar í Reykjavík var lægri en við mátti búast miðað við veðurfarsaðstæður í morgun og eru starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar ánægðir með árangurinn. Vill heilbrigðisfulltrúi meina að ef ekki hefði verið brugðist við og farið í mótvægisaðgerðir þá hefði mengunin orðið mun meiri. Hægur vindur er í borginni og litlar líkur á úrkomu næstu daga. Reykjavíkurborg greip til þess ráðs að rykbinda flesta þjóðvegi og stofnbrautir í þéttbýli í nótt og er ætlunin að gera það aftur í nótt. Þá voru borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og var frítt í strætó fyrir þá sem höfðu sótt strætó-appið. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó bs., segist fá skýrari mynd á það á morgun hvernig nýtingin var en þúsund nýir notendur höfðu bæst við appið í morgun. Ekki þurfti að vísa fólki frá vegna ásóknar. Svava Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að svifryksmengun hafi verið undir heilsuverndarmörkum í morgun. Staðan klukkan tíu í morgun var þó þannig að mengun nálgaðist heilsuverndarmörk við Grensásstöðina. Hún segist vera ánægð með mótvægisaðgerðir borgarinnar og árangur megi sjá af þeim. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði á Facebook-síðu sinni í morgun að hann hefði séð greinilega mósku á austurhimni þegar hann fór í Bláfjöll. Vildi Einar meina að svifryksmengunin eigi sér oft annan uppruna en frá umferð. Sagði hann að svifryksmengun hefði mælst við Njörvasund í Reykjavík klukkan 1 í nótt þar sem umferð var lítil. Var uppruni þess lofts austan Mýrdalssands og taldi Einar líkur á að uppruninn sé mór af Eldhrauni á Síðu. Svava segir að þetta gerist stundum, að loftstraumar til Reykjavíkur geti valdið hækkuðu svifryksgildum og þá sjáist það helst á stöðvum þar sem mengun er oftast ekki mikil. Oftast sé þó um svifryksmengun að ræða þar sem umferð þyrlar upp ryki.
Heilbrigðismál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira