Lægð væntanleg um miðja viku en „vorstemning“ eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2019 07:49 Búast er við stífri austanátt með talsverðri rigningu um miðja viku. Vísir/vilhelm Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Áfram má búast við austlægri átt og bjartviðri vestan- og norðanlands en þungbúnara veðri suðaustanlands, skýjað og stöku skúrir eða él. „Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN— Strætó (@straetobs) April 7, 2019 Þá mun „fyrirstöðuhæðin“ sem liggur norðaustur af landinu gefa eftir um miðja vikuna. Fyrir vikið verður komin stíf austanátt með talsverðri rigningu í lok vikunnar. Þá er einnig útlit fyrir vætusama helgi. Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu. Á fimmtudag:Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum. Á föstudag:Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður. Á laugardag:Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag (pálmasunnudagur):Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi. Veður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Lítil breyting verður á veðrinu næstu daga, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Áfram má búast við austlægri átt og bjartviðri vestan- og norðanlands en þungbúnara veðri suðaustanlands, skýjað og stöku skúrir eða él. „Dægursveiflan er talsverð, þar sem hiti nær allt að 9 stigum yfir hádaginn en fer víða niður fyrir frostmark að næturlagi einkum þar sem er léttskýjað og hægur vindur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í dag er svo svokallaður grár dagur á höfuðborgarsvæðinu. Vindur er hægur, götur þurrar og litlar líkur á úrkomu og er því búist við svifryksmengun yfir heilsufarsmörkum við stórar umferðaræðar. Því býður Strætó borgarbúum upp á frían dagspassa í Strætóappinu í dag og er fólk hvatt til að skilja einkabílinn eftir heima.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur spáir 'gráum degi“ á morgun og miklar líkur eru á að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk Strætó mun bjóða fólki að sækja frían dagspassa í Strætóappinu. Passinn birtist undir 'Mínir miðar“ í appinu og gilda þeir út mánudaginn 8. apríl. pic.twitter.com/E80qsbwSvN— Strætó (@straetobs) April 7, 2019 Þá mun „fyrirstöðuhæðin“ sem liggur norðaustur af landinu gefa eftir um miðja vikuna. Fyrir vikið verður komin stíf austanátt með talsverðri rigningu í lok vikunnar. Þá er einnig útlit fyrir vætusama helgi. Þegar rýnt er í næstu viku, dymbilviku, eru svo vísbendingar um að hæðarsvæði nái aftur yfirhöndinni kringum landið „með tilheyrandi vorstemningu“.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag og miðvikudag:Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á N- og V-landi, annars skýjað og stöku skúrir eða él SA-lands. Hiti 2 til 9 stig, en víða næturfrost, einkum á N-verðu landinu. Á fimmtudag:Suðaustan 5-13, hvassast við SV-ströndina. Skýjað og rigning SA-til, en bjartviðri N-lands. Hiti 4 til 10 stig að deginum. Á föstudag:Gengur í suðaustan 10-18, hvassast SV-lands. Rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Milt veður. Á laugardag:Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og skúrir eða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Á sunnudag (pálmasunnudagur):Suðvestlæg átt með skúrum en léttir til fyrir austan. Kólnandi.
Veður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira