Fékkst ekki til að svara hvort hún styddi þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 12:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. FBL/stefan Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá. Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fékkst ekki til þess að svara með afdráttarlausum hætti hvort hún hygðist styðja tillögu félaga sinna í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem snýst um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Þó má greina af svörum hennar að þrátt fyrir að vilja persónulega draga Ísland úr Atlantshafsbandalaginu geti hún ekki stutt við tillöguna sökum þess að hún hafi ákveðnum skuldbindingum að gegna vegna stjórnarsáttmálans. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar eru Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Katrín var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun og ræddi um þingsályktunartillöguna og kjarasamningana sem voru undirritaðir á dögunum. Katrín segir að eðlilegt sé að þjóðin fái að greiða atkvæði um aðildina. Hún hafi meira að segja verið einn af flutningsmönnum sambærilegrar tillögu á kjörtímabili áranna 2009-2013. „Ég hef auðvitað alltaf sagt það að það er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur hvort svona ákvarðanir eigi ekki að taka í þjóðaratkvæðagreiðslu en hins vegar er ég ekki með á þessari tillögu núna af því ég hef skrifað undir stjórnarsáttmála og hef ákveðnu hlutverki að gegna sem forsætisráðherra gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Þannig að ég er ekki á henni núna en hef verið á henni áður.“ Spurð hvort hún hyggist greiða atkvæði með eða á móti tillögunni svarar Katrín: „Ja, nú skulum við bara sjá með það en það er auðvitað svo að mín hreyfing hefur verið eina stjórnmálahreyfingin sem hefur lýst opinni andstöðu við NATÓ en það breytir því ekki að okkar stefna er alveg óbreytt en við höfum hins vegar undirgengist það í stjórnarsáttmála að fallast bara á þjóðaröryggisstefnuna þar sem þetta er ein af grunnstoðunum af þeim sem eru nefndar þannig að ég stend við hann.“ Þrátt fyrir að vera búin að fallast á ákveðna málamiðlun í málinu segist hún bíða spennt eftir því að VG fái 52% atkvæða til að koma málinu raunverulega á dagskrá.
Alþingi NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Jens Stoltenberg sagði bandalagið standa sterkara en áður. 3. apríl 2019 19:00
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15
Samstaða á sjötíu ára afmæli NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fund utanríkisráðherra NATO í Washington. Rætt um samskiptin við Rússa, hryðjuverkaógnina og stöðuna í Úkraínu. 5. apríl 2019 08:00