Danska lögreglan hefur nú handtekið 8 til viðbótar við þá fjórtán sem handteknir voru í gærkvöldi í tengslum við skotárás í bænum Rungsted á Sjálandi, sem kostaði einn lífið og særði fjóra. DR greinir frá.
„Við handtókum sjö á vettvangi, þeim hefur nú öllum verið sleppt. Í framhaldi af rannsókn málsins voru fleiri handteknir og liggur uppi grunur að þeir beri ábyrgð á verknaðnum“, sagði lögreglustjórinn Jens-Cristian Bülow.
Yfirheyrslur yfir sex grunuðum muna fara fram síðar í dagí frétt DR kemur fram að sexmenningarnir verði ákærðir.
Bülow segir ljóst að hinn látni hafi látist af völdum skotárásarinnar, einn af hinum slösuðu varð einnig fyrir skoti en hinir urðu annaðhvort fyrir hnífsstungu eða þeir urðu fyrir bíl.
Þrír þeirra eru enn á spítala en einn hefur verið útskrifaður. Tveir hinna slösuðu teljast alvarlega slasaðir.
Sex verða ákærðir eftir skotárásina í Danmörku

Tengdar fréttir

Fjórtán handteknir eftir skotárás í Danmörku
Fjórtán voru handteknir í bænum Rungsted í Danmörku í kvöld í tengslum við skotárás sem kostaði einn lífið og sendi fjóra aðra á sjúkrahús.