Forsætisráðherra Írlands telur ólíklegt að beiðni Breta um Brexit-frest verði hafnað Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 19:37 Leo Varadkar er forsætisráðherra, eða Taoiseach, Írland. Getty/Charles McQuillan Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá. Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir. Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt. „Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland. Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Taoiseach eða forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar segir með hæst móti ólíklegt að ríki Evrópusambandsins setji sig upp á móti því að veita Bretum meiri frest á Brexit þegar málið fer fyrir borð leiðtogaráðsins í næstu viku. Varadkar var til viðtals á írsku útvarpsstöðinni RTÉ en Guardian greinir frá. Setji ríki sig upp á móti frestinum, yrði því ríki seint fyrirgefið af öðrum meðlimum ESB, sagði Varadkar og bætti við að hans skoðun væri sú að best væri að veita fresti til 30. Júní. Líkt og Bretar hafa sóst eftir. Komi til þess að útganga Breta úr sambandinu verði án samnings sagði Varadkar að besta lausnin varðandi landamærin við Írlandi væri sú að setja upp eftirlit í höfnun borginni Belfast og í Larne á Norður-Írlandi. Varadkar sagði þó að slíkt væri ólíklegt. „Það vill enginn að það verði ekki samið, ég tel líklegast að framlenging verði veitt. Við viljum þó forðast það að auka óvissuna með framlengingu,“ sagði forsætisráðherrann. Varadkar sagðist vilja að Bretar fái lengri tíma til þess að komast að því hvaða samband við ESB ríkið vill hafa. Hann viðurkenndi einnig að einhver pirringur væri kominn í aðildarríkin vegna Brexit-vandamálanna, sér í lagi frá ríkjum sem ekki eru í miklum viðskiptum við Bretland. Varadkar kvaðst hafa beðið þau ríki um að sýna þolinmæði og skilning, „þau hafa sýnt það og ég vona að það haldi áfram,“ sagði Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11
Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Nýjasta útgáfa vegabréfa í Bretlandi hefur tekið breytingum þrátt fyrir að ekki hafi enn orðið af Brexit. 6. apríl 2019 11:25