Án ECMO dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 17:55 Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira