Án ECMO dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 17:55 Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. ECMO-dæla er hjarta- og lungnavél sem búin er bæði gervilunga og hjartadælu og er beitt þegar sjúklingar er komnir með endastigs hjarta- eða öndunarfærabilun. Þannig getur ECMO-dæla nýst í meðferð sjúklinga með lífshættulega öndunarbilun, t.d. eftir svæsna lungnabólgu, alvarlega áverka eða nær drukknun. Meðferðinni er aðeins beitt þegar öll önnur meðferðarúrræði hafa verið reynd og þáí lífsbjargandi tilgangi. „Sjúklingarnir eru það veikir að þrátt fyrir að veita fullan stuðning í öndunarvél og með öllum lyfjum sem við höfum í tækjabúrinu þá er þeim ekki hugað líf. Þetta er mjög flókin meðferð þannig við grípum ekki til hennar nema að nauðsyn krefji,“ sagði Inga Lára Ingvarsdóttir, sérnámslæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Rannsókn var gerð sem snéri að 17 sjúklingum. Alls lifðu 11 sjúklingar af meðferðina þar af allir þrír sem fengu svínainflúensu. Án ECMO-dælunnar hefði sjúklingunum vart verið hugað líf.Frá Landspítalanum.Fréttablaðið/GVA„Um það bil 2/3 sjúklinganna hafa lifað af meðferðina sem er sambærilegt við stóru sjúkrahúsin erlendis og þau sjúkrahús sem við miðum okkur við, alþjóðlega gagnagrunna og slíkt, þannig við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar,“ sagði Inga Lára. Hvers vegna er mikilvægt að geta boðið upp á svona úrræði hérlendis? „Já það er vegna þess að samkvæmt eðli sjúkdómsins þá er það mjög brátt sem þetta ber að. Innan skamms tíma þurfa þeir á meðferðinni að halda. Það eru þrír klukkutímar með flugi í næsta sjúkrahús erlendis þannig að í rauninni höfum við ekki upp á annað að bjóða en að bjóða upp á þetta hér. Það er fyrir tilstilli vel þjálfaðs og menntaðs starfsfólks sem hægt er að bjóða upp á þessa meðferð hér,“ sagði Inga Lára.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira