Tillaga um úttekt á Gröndalshúsi felld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 12:45 Skýrslan var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á Gröndalshúsi var felld, en hann segir framkvæmdir hafa farið 198 milljónir fram úr áætlun. Borgarfulltrúi Miðflokksins segir rekstur borgarinnar í molum og krefjast borgarfulltrúarnir tveir að borgarstjóri axli ábyrgð og segi af sér. Skýrsla innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál Reykjavíkurborgar var kynnt í borgaráði á fimmtudaginn. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sendi inn tillögu þess efnis að innri endurskoðun gerði sambærilega úttekt á Göndalshúsi og gerð var á endurbyggingu braggans. En hún segir að Gröndalshús hafi farið 198 milljónum króna fram úr áætlun. „Sú tillaga að gera sambærilega úttekt á Gröndalshúsi var felld. Það kom umsögn þar sem var ákveðnum rökum beitt í því. Mér fannst þau rök frekar léleg. Þar var sagt að starfsmennirnir sem komu að þessu væru hættir og þetta hefði verið gert í samráði við Minjavernd,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins. Kolbrún hefur einnig óskað þess að úttekt verið gerð á nýja vitanum við Sæbraut og Aðalstræti 10 en hún bíður nú svara vegna fyrirspurnar sinnar.Kolbrún bíður svara vegna tillögu um úttekt á vitanum við Sæbraut.vísir/vilhelmVigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir skýrslu innri endurskoðunar kolsvarta og að rekstur og stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé í molum. „Hlemmur mathöll fer 102 prósent fram úr áætlun miðað við kostnaðaráætlun eitt og tvö, en miðað við upphaflegu framkvæmdirnar er þetta að fara fram um 300 prósent. Þetta er alveg gríðarleg framúrkeyrsla og þetta verkefni er augljóslega rekið alveg eins og bragginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borfarfulltrúi Miðflokksins. Þá vilja þær báðar sjá borgarstjóra axla ábyrgð á rekstrinum. „Það er mín skoðun að honum beri tafarlaust að segja af sér sem borgarstjóri. Því þetta er orðið gott. Þetta er bara orðið of mikið,“ sagði Vigdís. „Ég hef sagt og við sögðum það mörg í minnihlutanum í braggamálinu að borgarstjóri ætti að segja af sér. Það er löngu orðið tímabært að hann íhugi það alvarlega,“ sagði Kolbrún.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallar eftir að kafað verði ofan í öll verkefni sem framkvæmd hafi verið á vegum borgarinnar.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Svört skýrsla og sakar borgarstjórn um spillingu Borgarfulltrúi Miðflokksins telur skýrslu innri endurskoðunar um verklegar framkvæmdir og innkaupamál borgarinnar svarta. Borgin fékk rautt ljós vegna gerðar kostnaðaráætlana við verkframkvæmdir. 5. apríl 2019 13:36